Kúttarinn 10.mars 2017

Hið árlega Kúttmagakvöld Píluvina verður haldið 10.mars n.k.  Að þessu sinni hafa Píluvinir tekið höndum saman við handknattleiksdeild KR um framkvæmdina. Veitingar verða í höndum meistarkokka Múlakaffis sem sáu um veitingar á stórglæsilegu þorrablóti á dögunum. Sumun þeirra kenndi pistlaritari sjálfur, svo ekki þarf að efast um glæsibraginn og natnina. Gamla slorgengið mun annast hreinsun maganna eins og undanfarin ár.  Gengið hefur unnið á sjómannasamningum undanfarin ár og mun því fá fría vinnuvettlinga í ár verði nýgerðir samningar sjómanna samþykktir. Verð aðgöngumiða er óháð gengissveiflum og verður áfram 7,000 krónur.marbendill hafmeyjaPílugaurinnKúttari 2014 031 Kúttari 2014 019 Kúttari 2014 024

Það flottasta frá upphafi ! ! !

Þrátt fyrir langvinnt sjómannaverkfall, mun Píluvinafélag KR , nú í samstarfi við handknattleiksdeild K.R. ,halda Kúttmagakvöld í félagsheimili KR við Frostaskjól 10.mars.n.k. Glæsilegt sjávarréttahlaðborð, þar sem m.a. verður hugsanlega boðið uppá ferskan marbendil og hreisturskafinn hafmeyjarsporð. Búið er að tryggja kúttmagana og hreinsunarteymið er í startholunum. Tekið er við nemum í kúttmagahreinsun og er námskeiðsgjald samkomulagsatriði. Tryggið ykkur miða í tíma á þetta glæsilega galakvöld. Síðasliðin 20 ár hafa færri komist að en hafa viljað. Á meðfylgjandi myndum má sjá fágætt lostæti úr hafinu, marbendil og hafmeyju. Við lofum engu, en reynum allt ! !

Kv,

Stjórnin

hafmeyja marbendill

Bítlarnir.

,,Bítlarnir spiluðu oft fyrir tómu húsi”, sagði Guðjón B. Hilmarsson félögum sínum til huggunar,  þegar stórsveitin Fimm á Richter taldi í fyrir fáa en dygga aðdáendur.  Þetta rifjaðist upp þegar allir níu keppendur í Hrikalega stóra TVG mótinu höfðu verið skráðir til leiks. Aldrei í sögu félagsins hafa þátttakendur verið færri .  Í virðingar og þakklætisskyni við þá sem mættu, ákvað stjórnin með fulltingi formanns laganefndar félagsins, að fella niður þátttökugald, og bjóða þeim veitingar sem þiggja vildu. Góður rómur var gerður að þessari samþykkt. Allir keppendur hlutu verðlaun nema Refsarinn sem náði sér ekki á strik, enda vanari að spila fyrir fullu húsi. Ívar sendibílstjóri sigraði í X-inu. Siggi Indriða varð í öðru sæti og Ási í þriðja sæti.  301. 1.sæti Kiddi Inga og Guðni. 2.sæti Stjáni Klaki og Gaui Haralds. 3. sæti Gummi og Siggi Indriða

Sigurvegarar 1 Sigurvegarar 2

Úrslit í HHÍ/Vallamótinu 2016

feiti-gaurinn

Nú liggja fyrir úrslit í HHÍ/Vallamótinu sem haldið var á dögunum.  Mótið var með miklum jólablæ, þar sem þátttakendur voru aðeins tólf.  Jafn margir lærisveinunum. Að venju hófst mótið  á því að keppt var í X-inu og var Vallabikarinn undir. Keppt var í tveimur riðlum, A riðli og B riðli.  Og hinir síðustu urðu fyrstir. Helgi Jarl smiðjugaur, handahafi Vallabikarsins frá síðasta ári, kom úr djúpinu eins og stökkvandi hnúfubakur við túristabát og hirti bikarinn aftur. Um tíma var þó allt útlit fyrir að hann yrði skutlinum að bráð.

X-ið úrslit.

1.sæti Helgi Jarl.

2. sæti Páll Sævar.

3.sæti Ólafur Sigurjónsson

Þar sem rúmur tími var fyrir höndum var ákveðið að spila 301 double in/ double out. Eftir harðan úrslitaleik sem réðst í oddaleik, þar sem silfurliðið komst ekki inn, urðu úrslitin sem hér segir,

301  úrslit

1.sæti Kristinn Ingason og Hinrik Þráinsson

2.sæti Kristófer  og félagi hans

3.sæti Óli Sigurjóns og Beggi sterki

HHÍ / Vallamótið 9.des 2016

HHÍ er styrktaraðili Vallamótsins sem haldið verður n.k.föstudag, 9.desember og hefst kl 19:30. Í X-inu verður keppt um Vallabikarinn sem gefinn var til minningar um Valgarð Bjarnason, f.v. formann Píluvinafélags K.R.  HHÍ  styrkir þetta mót eins og undanfarin ár. Píluvinafélaginu hafa áskotnast álitlegar happaþrennur (Jólaþrenna og Fundið fé) sem seldar verða á kostnaðarverði á föstudaginn. Hægt er að handvelja þrennur í forsölu og leggjast þá 50 krónur á hvern miða. Kæri píluvinur. Þetta gætu orðið fyrstu forgreiddu jólin þín !

Kv,  Stjórnin (öll)

Hugsanlega mun Jakob Pétursson lesa valda kafla úr verkum sínum

DSC_0027

 

20161111_234227-copy

Vallamótið 9. desember 2016

Næsta mót Píluvina er Hrikalega stóra Vallamótið 9.desember 2016. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér úrslitum í Hrikalega stóra Thorshipmótinu koma þau hér.X-ið  1.sæti Colin (Stóra Bretland,)2. sæti Vitor (Evrópusambandið og Ísland)3. sæti Big John Irish. (Írland) 301 1.sæti Reynir Valgarðsson og Barry breski. 2. sæti Árni Halldórsson og Þorgeir Guðmundsson. 3. sæti Big John Irish og Ásgrímur Guðmundsson. 20161111_210317-copy-2 20161111_210342-copy-3 20161111_210401-copy-2 20161111_213932-copy-copy-copy 20161111_213932-copy-copy-2 20161111_213933-copy-copy-copy 20161111_213933-copy-copy-2 20161111_213933-copy-2 20161111_213933 20161111_213942-copy 20161111_213951-copy 20161111_234202 20161111_234224-copy 20161111_234227-copy

Nesskip 2016

 

Hér birtast nokkar myndir úr Hrikalega stóra Nesskipamótinu, sem var opnunarmót Hrikalega stóru mótaraðar píluvina 2016. Mótið var vel lukkað, þó nokkuð vantaði af gömlum andlitum. Aldraðir virðast eiga undir högg að sækja þessa dagana og illa heiman gegnt. Þarna vantaði sem dæmi Jónas Kristjánsson sem hefur verið “avant garde” undanfarin ár. Það er gaman frá því að segja að hópur kornungra leikamanna , sem allir tengjast á einn eða annan hátt tengjast Vélsmiðju Einars Guðbrandssonar,lét til sín  taka svo eftir var tekið. Allt piltar sem hafa notið hafa leiðsagnar Einars Ólafssonar og Björns Steinarssonar sem báðir eru annálaðir afreksmenn. Næst á dagskrá er Risastóra Thorship mótið sem hefst kl 19:30 föstudaginn 11.11.2016. Það gæti verið snjallt að sýna sig þar.

 

 

20161021_201415 20161021_201427 20161021_201444 20161021_205724 20161021_205730 20161021_211938 20161021_212000 20161021_212003 20161021_234826 20161021_234830 20161021_234834