Hrikalega stóra Nesskipamótið.

Hér með er það endanlega staðfest að frændsemi vó þyngst um val á styrktaraðila opunarmóts Píluvina í stóru mótaröðinni 2016-2017. Nesskip munu styrkja mótið af fordæmalausum rausnarskap. Fleiri stór skipafélög munu sigla í kjölfarið, samsíða eða jafnvel fram úr. Mótið hefst kl 20:00. Þeir sem mæta síðar mæta of seint og fyrirgera rétti til þátttöku í 301, sem er vísasta leiðin á pall vegna þess að grís gildir.  Frekari upplýsingar verða kynntar þegar nær dregur á þessari síðu og á fésbókarsíðu Píluvina

Hrikalega stóra Ali mótið 2016.

Hrikalega stóra Alimótið fór fram 29. apríl s.l. og var gríðarlega vel heppnað í alla staði. Sérfræðingar Ali mættu á staðinn klyfjaðir gómsætu grísafille og og dýrindis pylsum. Matreiðslumeistarar Múlakaffis höfðu útbúið meðlætið og sem dæmi má nefna, að þarna var heimsfrumsýning á Sesamsósu að hætti meistara Múlans. Vinnubrögð grillmeistara Ali voru með þeim hætti að full ástæða hefði verið til að kalla til aðra sem nota grillin, svo að þeir gætu lært af vinnubrögðunum. Sérstaklega hvað varðar frágang.  Þrír píluvinir hafa skarað fram úr í mætingu á tímabilinu. Það eru þeir Guðjón Haraldsson, sem fékk óformlega viðurkenningu, Hinrik Þráinsson sem þurfti ekki á henni að halda, og Árni Halldórsson sem ekki þótti ráðlegt að veita hana.  Eftirfarandi eru úrslit í báðum keppnisgreinum.

Sigurvegarara í X

1. sæti Kristinn Ingason

2. sæti Kristján Þorsteinsson

3. sæti Guðjón F.B. Hilmarsson

Sigurvegarar í 301

1.sæti Kristján Þorsteinsson og Morten Beck

2. sæti Kristinn Ingason og Bjarni Þorsteinsson

3. sæti Karl Agnarsson og Guðmundur Friðbjörnsson

Athygli vekur að nöfn Valtýs Más og Michaels Præst er ekki að finna á lista með nöfnum sigurvegara. Verið er að grafast fyrir um orsakir þess.

Sjáumst hressir næsta haust.

Alimótið 29.apríl 2016

Það eru okkur hjá Píluvinafélaginu sérstök ánægja að tilkynna ykkur að kominn er sponsor á.  Hrikalega stóra lokamótið. Það er hið þjóðkunna fyrirtæki Ali, sem eldri félagsmenn kannast einnig við undir nafninu Síld & fiskur. Þetta fyrirtæki hefur staðið þétt við bakið á landsmönnum öllum, hvenær sem tækifæri gefst til að gera vel við sig í mat. Varla er lengur þann sveitabæ að finna á Íslandi, þar sem Ali hamborgarhryggurinn er ekki snæddur um stórhátiðir, og er þá af sem áður var, að lamb eða sauður var í hvert mál, að ógleymdu tunnusöltuðu kýrkjöti. Ennfremur framleiða þeir ýmsar tegundir af gómsætum pylsum og öðru góðgæti, og þá á eftir að minnast á baconið….. En hvað sem því líður þá hefst Alimótið kl 19:00 föstudaginn 29.apríl með sameiginlegu borðhaldi þar sem snæddar verða gómsætar krásir í boði Ali, ásamt fjölbreyttu meðlæti. Sérfæðingur frá Ali verður á grillinu, og mun hann ef tími gefst til, veita þátttakendum ráðgjöf um innkaup og matreiðslu. Ef einhver hefur betri hugmynd um upphaf Íslandsmótsins í knattspyrnu má hann koma henni á framfæri við félagið, sem mun samstundis stela henni ☺ Þátttökugjald (sver máltíð innifalin) 1,500 krónur.

Í umboði stjórnar.

Hrikalega stóra TVG mótið . Staðfest úrslit.

 

 

 

Nú liggja fyrir úrslit í Fótbolta fössaranum.

TVG er næst síðasta mótið í mótröðinni 2015-2016 svo engin ástæða er fyrir þá sem ekki gátu mætt að örvænta. Það er eitt mót eftir…Meistaraflokksstrákar KR voru sjálfum sér og félaginu til sóma með öflugri þátttöku.  X-ið var spilað í þremur riðlum. Allt dauðariðlar.

Úrslit sem hér segir

1. sæti Óskar F.

2. sæti Árni Halldórsson

3. sæti Karl ” Refsari” Agnarsson

Nýtt fyrirkomulag var í 301 og var keppt í 3.liða riðlum.  Í þessari keppni vakti mesta athygli frammistaða Valtýs Más Michaelssonar sem ásamt föður sínum Michael Præst, fönguðu athygli áhorfenda. Valtýr hefur skrifað undir óútfylltan samning við Píluvinafélagið. Michael Præst hefur enn ekki ákveðið sig. En að sjálfsögðu fengust að lokum úrslit og þau eru eftirfarandi.

1. sæti feðgarnir Valtýr Már Michaelsson og Michael Præst (óvænt en verðskuldað)

2. sæti Óskar F og Henrik. (þetta var tvísýnt)

3. sæti Siggi Indriða og Morten Beck.

4. sæti Þráinn og Pálmi

 

 


2016-03-11 21.03.54
2016-03-11 21.03.58 2016-03-11 22.17.15 2016-03-11 22.17.29 2016-03-11 22.18.01 2016-03-11 22.18.23 2016-03-11 22.18.40 2016-03-11 22.18.47 2016-03-11 22.19.01 2016-03-11 23.26.07 2016-03-11 23.26.09 2016-03-11 23.26.18

Fótbolta fössari !

Næsta föstudag (11.mars kl 19:30) er komið að Hrikalega stóra TVG mótinu sem er styrktarmót fyrir boltastrákana. Ekki klikka á að mæta þó ekki nema sé til að væta kverkina.? Einn fyrir alla og allir fyrir einn ! Hver króna telur !  Refsarinn mætir. Hver þorir að mæta honum ?

Kúttmagakvöldið 20 ára

Föstudaginn 4.mars næstkomandi fagna Píluvinir  20 ára afmæli Hrikalega Stóra Kúttmagakvölds Píluvinafélags KR ,skammstafað HSKPKR, með hrikalega stórri kúttmagaveislu í félagsheimili KR við Frostaskjól. Eftirspurn eftir miðum er að vanda í samræmi við væntingar (galin) og eru örfáir miðar óseldir. Söluaðilar verða í KR heimilinu á 27.febrúar með restina af miðunum. Fyrstur kemur, fyrstur fær . Klíkuskapur í góðu lagi og grís gildir. Veitingarnar verða í heimsklassa  að vanda. Kunnugleg andlit á barnum.

Jólahugleiðing.

Nú er fyrri hluti mótaraðarinna 2015-2016 að baki. Þátttakan hefur verið með dræmara móti og illa hefur fiskast þó vel hafi verið beitt. Þeir sem hafa ætlað að mæta á næsta mót, skila sé vonandi á næsta mót.  Það er gaman að geta þess í ljósi komandi hátíða að það voru Valsmenn sem skrýðast jólalitunum dags daglega og flengdu okkur KR inga oft og fast í sumar, sem reyndust bjargvættir píluvina á síðasta móti. Þeir sendu fjóra fulltrúa sem stóðu sig hver öðrum betur og áttu tvo fulltrúa á palli, annan sem sigurvegara í X-inu og hinn í 501. Einn þessara Valsdrengja er sonur Einars Ólafssonar völundar. Ef saman er borin frammistaða þeirra feðga á síðustu mótum má leiða að því líkur með sterkum rökum að drengurinn hafi hrifsað máttinn úr höndum föður síns og sé í því í víðum skilningi Luke Skywalker píluheinsins. ( sjá Starwars 2)

Sigurvegari í X-inu var Jón Ingi Smiðjugaur. Nærgætni ræður því að þeir sem neðar voru verða ekki nafngreindir.

Í 501 var keppnin óvenjulega hörð og tvísýn.

1. sæti Kristján Klaki Þorsteinsson og Arnar Óli Einarsson Ólafssonar völundar. (birt með fyrirvara)

2. sæti Hinrik Þráinsson löggildur bifreiðasmiður og Ólafur Bragi Ásgeirsson birgðastjóri. (Hlaut viðurnefnið Ólafur áttundi eftir ítrekaða feila í útskoti.)

3.sæti Ásgrímur Guðmundsson f.v. búðardrengur og Jón Ingi (faðerni óþekkt) en ættaður úr smiðjunni. Þeir félagar áttu einnig flottasta útskotið í oddaleik um þriðja sætið.  68 sem tekið var 18 og bull.

4.sæti Guðjón Haraldsson heildsali og fagfjárfestir og Karl Ingólfsson öryggisfulltrúi. Guðjón var sá eini sem sá hagnaðarvon í happaþrennum HHÍ sem voru til sölu og mótinu, Hann biður fyrir góðar kveðjur frá sér og allri fjölskyldunni úr Karabíska hafinu þar sem þau eru nú á siglingu í góðu yfirlæti. Hann ætlar að reyna að mæta á næsta mót.

 

 

Tíminn flýgur.

Það er að bresta á með enn einu fárinu. Vallamót Píluvina er næsta föstudag, 11.12.15 Þeim sem í vandræðum eiga heima fyrir með að fá sig lausa er bent á að fjölmargar ferðaskrifstofur eru um þessar mundir að bjóða upp innkaupaferðir fyrir einn þessa dagana. Það er gott að gefa góða ferð. Vegna hagstæðs gengis borgar ferðin sig sjálf ! Mótið hefst kl 19:30.