BORÐTENNIS

FRÉTTIR

Eftir Ásta Urbancic 17 May, 2024
Meirihluti verðlaunahafa úr KR
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 03 May, 2024
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í félagsheimili KR í gær voru þau Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, körfuknattleiksdeild og Eiríkur Logi Gunnarsson, borðtennisdeild valin íþróttafólk KR. Fjóla Gerður Gunnarsdóttir er 17 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur var hún að ljúka sínu öðru tímabili í meistaraflokki. Fjóla var lykilleikmaður í meistaraflokki á ný yfirstöðnu tímabili, spilaði alla leiki KR í deild, bikar og úrslitakeppni. Hún var með 12 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Fjóla varð Íslandsmeistari síðasta vor með 11. flokki stúlkna í KR. Fjóla var í lokahópi U18 ára landsliðs Íslands síðasta sumar og spilaði á EM og NM. Fjóla var nýlega valin í lokahóp U18 fyrir landsliðsverkefni sumarsins. Eiríkur Logi Gunnarsson varð Íslandsmeistari í flokki 16-18 ára í einlíðaleik og tvíliðaleik. Einnig varð hann Íslandsmeistari í 1. flokki karla ásamt því að verða Íslandsmeistari með KR í 2. deild karla. Þið eruð vel að þessu komin og sannar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur. Til hamingju Fjóla og Eiríkur.
Eftir Ásta Urbancic 30 Apr, 2024
Skemmtimót á stórum borðum
Eftir Ásta Urbancic 23 Apr, 2024
KR-ingar sigruðu í þremur flokkum á Coca-Cola mótinu, sem fram fór í TBR-húsinu þann 20. apríl. Norbert Bedo sigraði í meistaraflokki karla og átti KR þrjá verðlaunahafa af fjórum í flokknum. Ellert Kristján Georgsson varð annar og Eiríkur Logi Gunnarsson í 3.-4. sæti. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna á fyrsta mótinu eftir að hún vann sig upp í meistaraflokk. Hún vann móður sína, Guðrúnu Gestsdóttur í úrslitum. Helena Árnadóttir vann 1. flokk kvenna og aftur varð Guðrún Gestsdóttir í 2. sæti. Myndir af vef BTÍ.
Eftir Ásta Urbancic 13 Apr, 2024
A-lið KR í 2. sæti í 1. deild karla
Eftir Ásta Urbancic 12 Apr, 2024
Deildarmeistarar KR-A leika til úrslita í 1. deild karla eftir 3-1 sigur á A-liði HK í undanúrslitum, sem fóru fram þann 6. apríl. Liðið mætir A-liði Víkings í úrslitum, sem fara fram 13. apríl kl. 15 í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þá leika deildarmeistarar KR-C í 2. deild kvenna til úrslita við lið BR (Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar). Leikurinn verður 13. apríl kl. 10, sömuleiðis í Íþróttahúsinu við Strandgötu. KR átti einnig lið í undanúrslitum í 2. og 3. deild karla. C-lið KR tapaði 0-3 fyrir B-liði HK í 2. deild karla og D-lið KR tapaði 2-3 fyrir BM (Borðtennisfélagi Mosfellsbæjar) í 3. deild karla og komust þessi lið því ekki í úrslit.
Eftir Ásta Urbancic 09 Apr, 2024
Aðalfundur Borðtennisdeildar KR var haldinn þann 4. apríl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ný stjórn var kjörin á fundinum og kemur Ársól Clara Arnardóttir aftur inn í stjórnina í stað Önnu Sigurbjörnsdóttur. Hlöðver Steini Hlöðversson var endurkjörinn formaður en aðrir í stjórn eru Árni Árnason, Pétur Gunnarsson og Skúli Gunnarsson.
Eftir Ásta Urbancic 05 Apr, 2024
Undanúrslit deildarkeppninnar í borðtennis fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 6. apríl og hefst keppni kl. 11. Leikið verður í öllum karladeildunum og á KR lið í undanúrslitum í öllum deildum. Í 1. deild karla mæta deildarmeistarar KR-A A-liði HK. Í 2. deild karla mætir C-lið KR B-liði HK. Í 3. deild karla leikur D-lið KR við BM (Borðtennisfélag Mosfellsbæjar). Úrslitin fara fram þann 13. apríl, en þá verður einnig leikið til úrslita í 1. og 2. deild kvenna.
Eftir Ásta Urbancic 21 Mar, 2024
Tíu KR-ingar voru boðaðir í æfingabúðir landsliðsins, sem fara fram helgina 22.-23. mars en þá kemur Peter Nilsson landsliðsþjálfari til landsins til að hitta leikmenn sem æfa á Íslandi. KR-ingar eru um helmingur leikmanna í búðunum og taka leikmenn bæði úr A-landsliðinu og unglingalandsliðinu þátt. Þeir KR-ingar sem voru valdir eru: Aldís Rún Lárusdóttir Ársól Clara Arnardóttir Eiríkur Logi Gunnarsson Ellert Kristján Georgsson Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir Guðrún G Björnsdóttir Helena Árnadóttir Lúkas André Ólason Norbert Bedo Pétur Gunnarsson
Eftir Ásta Urbancic 20 Mar, 2024
Aðalfundur borðtennisdeildar KR verður haldinn í félagsheimili KR þann 4.apríl, kl. 19:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv lögum félagsins.
Lesa meira
Share by: