KÖRFUBOLTI

FRÉTTIR

Fréttir

Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 17 May, 2024
Við minnum á að skráning er hafin í körfuboltabúðir KR fyrir sumarið. Búðirnar eru fyrir börn fædd frá 2007 til 2017. Skráning fer fram inni á Abler. Körfuboltabúðirnar hefjast 10. júní og lýkur 5. júlí. Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari meistaraflokks karla hefur yfirumsjón með búðunum en með honum verða Helgi Már Magnússon, Gunnar Ingi Harðarson og Hörður Unnsteinsson. Búðirnar verða alla virka daga á umræddu tímabili og skráð er í viku í senn inni í Abler. Skráning hér: https://www.abler.io/shop/kr/korfubolti Börn fædd 2013 til 2017 Frá klukkan 9 til 12 með möguleika á gæslu til klukkan 15. Jakob Örn Sigurðarson þjálfari meistaraflokks karla mun þjálfa þennan hóp. Börn fædd 2011 til 2012 Frá klukkan 13:30 til 15:30 og er æfingunum skipt upp í körfuboltaæfingu og styrktaræfingu. Helgi Már Magnússon mun sjá um körfuboltaæfingarnar. Helgi hefur mikla reynslu af körfubolta bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur þjálfað meistaraflokk og þjálfaði í vetur 7.flokk drengja hjá KR. Gunnar Ingi Harðarson mun sjá um styrktaræfingarnar. Gunnar hefur verið styrktarþjálfara meistaraflokka KR seinustu tvö tímabil og var einnig með yngri flokka okkar í styrktaræfingum í vetur við góðan árangur. Börn fædd 2007 til 2010 Frá klukkan 16:30 til 18:30 og er æfingunum skipt upp í körfuboltaæfingu og styrktaræfingu. Helgi mun sjá um körfuboltaæfingarnar fyrir strákana og Hörður Unnsteinsson fyrir stelpurnar. Hörður hefur þjálfað meistaraflokk kvenna og yngri flokka hjá okkur seinustu tímabil og átt stóran þátt í því að kvennakarfan í KR er á mikilli uppleið og margar efnilegar stelpur að skila sér í meistaraflokk. Skráning hér: https://www.abler.io/shop/kr/korfubolti 
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 03 May, 2024
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í félagsheimili KR í gær voru þau Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, körfuknattleiksdeild og Eiríkur Logi Gunnarsson, borðtennisdeild valin íþróttafólk KR. Fjóla Gerður Gunnarsdóttir er 17 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur var hún að ljúka sínu öðru tímabili í meistaraflokki. Fjóla var lykilleikmaður í meistaraflokki á ný yfirstöðnu tímabili, spilaði alla leiki KR í deild, bikar og úrslitakeppni. Hún var með 12 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Fjóla varð Íslandsmeistari síðasta vor með 11. flokki stúlkna í KR. Fjóla var í lokahópi U18 ára landsliðs Íslands síðasta sumar og spilaði á EM og NM. Fjóla var nýlega valin í lokahóp U18 fyrir landsliðsverkefni sumarsins. Eiríkur Logi Gunnarsson varð Íslandsmeistari í flokki 16-18 ára í einlíðaleik og tvíliðaleik. Einnig varð hann Íslandsmeistari í 1. flokki karla ásamt því að verða Íslandsmeistari með KR í 2. deild karla. Þið eruð vel að þessu komin og sannar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur. Til hamingju Fjóla og Eiríkur.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 22 Apr, 2024
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar KR var haldinn í félagsheimili KR þann 11. apríl sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og stjórnarkjör. Fundarstjóri var Þórhildur Garðarsdóttir og fundarritari var Sigríður Ólafsdóttir. Á fundinum var ljóst að formaður deildarinnar Ellert Arnarsson og Aron Ívarsson varamaður í stjórn hyggðust ekki gefa kost á sér til formlegra stjórnarstarfa í bili og hlutu þeir einlægar þakkir frá deildinni fyrir störf sín í þágu félagsins auk hvatningar til áframhaldandi góðra verka en báðir starfa þeir í ráðum og nefndum á vegum körfunnar. Ný stjórn körfuknattleiksdeildar tók til starfa á fundinum og hlutu eftirtaldir kosningu í hana: Egill Ástráðsson formaður Björn Þorláksson Gunnhildur Bára Atladóttir Hjalti Már Einarsson Matthías Orri Sigurðarson Sigríður Ólafsdóttir Sæunn Stefánsdóttir Einnig voru eftirtaldir kosnir varamenn: Guðjón Böðvarsson Ingimar Guðmundsson Soffía Hjördís Ólafsdóttir Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir Illugi Steingrímsson tók sæti í afreksráði deildarinnar. Næsti leikur hjá meistaraflokki kvenna er í kvöld en stelpurnar leika oddaleik gegn Aþenu í Austurbergi. Ný stjórn hvetur KR-inga til þess að fjölmenna á þann leik. Áfram KR. 
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 03 Apr, 2024
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar KR verður haldinn í félagsheimili KR fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv lögum félagsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á miðnætti 8. apríl, framboðum skal skila til framkvæmdarstjóra félagsins, Bjarna Guðjónssonar á bg@kr.is Stjórnin.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 26 Mar, 2024
Strákarnir í meistaraflokki karla tryggðu sér sæti í Subway deildinni á næstu leiktíð með sigri á Ármanni í Laugardalshöllinni í gær. Það verður spennandi að fylgjast með loka umferðum hjá stelpunum og sjá hvort þær fylgi strákunum ekki einnig upp í Subway deildna. Til hamingju strákar með frábæran árangur.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 14 Mar, 2024
Við þökkum fyrir veittan stuðning um leið og við birtum vinningaskrá í happdrætti 8. flokks kvenna í körfu. Vonandi var heppnin með þér .... vinningaskrá Vinningar verða afhentir föstudaginn 15. mars fyrir leik KR og ÍA í meistaraflokki karla.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 11 Mar, 2024
KR hefur alla tíð verið annt um samfélagið sem það starfar í. Karlalið KR í körfubolta vill sýna það í verki í leik sínum á móti ÍA í 1. deild karla sem haldinn verður á Meistaravöllum 15. mars nk. Sá leikur er til styrktar Píeta samtökunum. Andleg heilsa er málefni sem stendur leikmönnunum okkar nærri og vilja þeir leggja sitt að mörkum til að efla umræðu um málefnið á Íslandi og um leið safna fjármagni sem rennur til samtakanna. Miðasala er hafin á Stubb KR-liðið mun leika í viðhafnarútgáfu af keppnisbúningi sínum auk þess sem ýmislegt annað verður gert til fjáröflunar í tengslum við leikinn. Allur ágóði af miðasölu leiksins og hluti af sölu sérstakra KR-Píeta-bola, rennur til Píeta samtakanna. Una Torfadóttir tónlistarkona, Vesturbæingur og KR-ingur, mun flytja KR-lagið fyrir leik. Þetta er eitthvað sem enginn KR-ingur má missa af. Sá flutningur fer fram rúmlega klukkan 19 inni í keppnissalnum. Una kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir nokkrum árum síðan og vann til fjölda tónlistarverðlauna á síðasta ári. Una átti m.a. lag Hinsegin daganna í fyrra og stýrði fjöldasöngi þúsunda kvenna og kvára í kvennaverkfalli á Arnarhóli. Við erum ótrúlega stolt af Unu og ævinlega þakklát fyrir að hún styðji við þetta góða málefni með tónlistarflutningi sínum. Ingvar Örn Ákason, betur þekktur sem Byssan, verður með uppistand inni í félagsheimili eftir leik. Ingvar er öllum KR-ingum kunnugur enda uppalinn Vesturbæingur og grjótharður KR-ingur, þó að hann búi reyndar uppi á Skipaskaga í dag. Dagskrá: 18:00 BBQ inni í félagsheimili, sala á KR-Píeta bolum 19:00 Una Torfa 19:15 KR – ÍA 21:00 Opið inn í félagsheimili eftir leik, Ingvar Örn Ákason (Byssan) með uppistand, sala á KR-Píeta bolum Miðasala er hafin á Stubb: Nánari upplýsingar um Píeta samtökin
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 21 Feb, 2024
Dregið verður í happdrætti hjá 8.flokki stúlkna í KR körfu mánuði seinna en auglýst er á happdrættismiðanum. Við biðjum velvirðingar á þessum tímamismuni...þið sem voruð orðin spennt að athuga hvort vinningur leyndist á ykkar miða.  Það verður smá bið...takk fyrir skilninginn, 8. flokkur stúlkna KR
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 10 Jan, 2024
Dregið hefur verið í jólahappdrætti KR Körfu. Vinningar verða afhendir á Meistaravöllum þriðjudaginn 16. janúar milli kl. 16 og 18. Vinningaskrá Við þökkum ykkur kærlega fyrir stuðninginn. Einnig viljum við nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu deildina í þessu happdrætti. Áfram KR!
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 02 Jan, 2024
Kæru KR-ingar. Í upphafi nýs árs langar mig til þess að þakka fyrir allt það ómetanlega starf sem sjálfboðaliðar félagsins hafa unnið. Við vitum að starfsemi félagsins byggir ekki síst á velvild og þeim samtakamætti sem finna má innan KR fjölskyldunnar. Markmið KR fyrir komandi ár eru sem fyrr skýr, að gera KR að því stórveldi sem það er og hefur verið. Slíkt verkefni er langhlaup. Það vita fáir betur en KR-ingar. En ég heiti því gera það sem í mínu valdi stendur til þess að það takist. Á þessu ári á KR 125 ára afmæli og á því ári munum við taka fyrstu skóflustunguna að nýju húsi. Því miður hefur KR setið eftir, eitt Reykjavíkurfélaganna, þegar kemur að aðstöðumálum, en nú er það forgangsmál að lyfta grettistaki í þeim málum, jafnt sem í viðhaldi og nýframkvæmdum. Með sameiginlegu átaki tekst okkur allt, við höldum kát og full bjartsýni inn í nýtt ár.  Gleðilegt ár kæru KR-ingar og takk fyrir árið sem var að enda. Þórhildur Garðarsdóttir Formaður KR
Lesa meira
Share by: