SKÁK

FRÉTTIR

Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 22 Mar, 2024
Aðalfundur skákdeildar KR verður haldinn í Aflagranda 40 laugardaginn 30. mars kl. 13:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 02 Jan, 2024
Kæru KR-ingar. Í upphafi nýs árs langar mig til þess að þakka fyrir allt það ómetanlega starf sem sjálfboðaliðar félagsins hafa unnið. Við vitum að starfsemi félagsins byggir ekki síst á velvild og þeim samtakamætti sem finna má innan KR fjölskyldunnar. Markmið KR fyrir komandi ár eru sem fyrr skýr, að gera KR að því stórveldi sem það er og hefur verið. Slíkt verkefni er langhlaup. Það vita fáir betur en KR-ingar. En ég heiti því gera það sem í mínu valdi stendur til þess að það takist. Á þessu ári á KR 125 ára afmæli og á því ári munum við taka fyrstu skóflustunguna að nýju húsi. Því miður hefur KR setið eftir, eitt Reykjavíkurfélaganna, þegar kemur að aðstöðumálum, en nú er það forgangsmál að lyfta grettistaki í þeim málum, jafnt sem í viðhaldi og nýframkvæmdum. Með sameiginlegu átaki tekst okkur allt, við höldum kát og full bjartsýni inn í nýtt ár.  Gleðilegt ár kæru KR-ingar og takk fyrir árið sem var að enda. Þórhildur Garðarsdóttir Formaður KR
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 22 Nov, 2023
Þann 28. nóvember nk. eru 50 ár frá stofnun KR Kvenna. Af því tilefni verður opið hús í Félagsheimili KR milli kl. 20-22 þann sama dag. Léttar veitingar í boði, söngur og samvera. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 11 Nov, 2023
KR býður öllum iðkendum Grindavíkur endurgjaldslaust á æfingar hjá öllum deildum félagsins. Æfingatöflur má finna á heimasíðu KR undir hverri deild fyrir sig. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum á þessum óvissutímum. Við sendum ykkur öllum okkar bestu strauma og baráttukveðjur.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 26 Oct, 2023
Á fundi sameiginlegrar byggningarnefndar KR og Reykjavíkurborgar síðastliðinn þriðjudag var tekið stórt skref í uppbyggingu fjölnota íþróttahús á KR svæðinu. Borgin hefur nú samþykkt að hefja forval þar sem kallað er eftir aðkomu verktaka að framkvæmdum við húsið. Forvalið fer fram í nóvember og að því loknu fá 4-5 verktakar afhent útboðsgögn er grundvallar tilboð þeirra í verkið. Mun þá byggingarnefnd yfirfara tilboð og að óbreyttu taka hagstæðasta tilboði.  Verkið verður eins og áður hefur komið fram unnið í svokölluðu alútboði þar sem lokahönnun og framkvæmd er á hendi sama aðila. Hér er um stórt skref að ræða og ljóst að það styttist í að framkvæmdir hefjist á svæðinu.
Lesa meira
Share by: