SUND

FRÉTTIR

Fréttir

Eftir Gunnar Egill Benonýsson 12 May, 2024
Flotta sundfólkið okkar heldur áfram að standa sig með prýði á Esbjerg Swim Cup. Þetta er þriggja daga mót með löngum mótshlutum og krakkarnir búnir að synda margar greinar. Þetta gerir seinasta dag mótsins erfiðan en KR-ingar sýna hvað í þeim býr og gefast ekki upp. Þau héldu áfram að bæta sýna bestu tíma en Timotei synti sig inní úrslit í 25 metra baksundi á tímanum 16,02 sekúntur Hann gerði svo enþá betur í sjálfum úrstlitunum þar sem hann synti á tímanum 15,83 Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 12 May, 2024
Dagur tvö á Esbjerg Swim Cup Það gekk rosalega vel á degi tvö á Esbjerg Swim Cup. Á föstudeginum var enþá smá þreyta í liðinu eftir ferðalagið en í dag voru allir vel hvíldir og glaðir. Krakkarnir héldu áfram að bæta sig og syntu enþá hraðar heldur en í gær. Helstu tíðindi voru að boðsundsveit KR hafnaði í fimmta sæti í 8x25 metra flugsund boðsundinu en það var rétt svo tæp sekúnda sem aðskildi fimmta, fjórða og þriðja sætið Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 10 May, 2024
Fyrsta hluta á Esbjerg Swim Cup er lokið. Það var mikið um bætingar og fjör á bakkanum. Mikil spenna í hópnum þar sem þetta er fyrsta erlenda sundmótið hjá öllum krökkunum.  Þjálfararnir eru rosalega ánægðir með daginn og stoltir af sundkrökkunum okkar
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 09 May, 2024
Flottur hópur KR-inga lagði á stað til Esbjerg í Danmörk til að keppa á alþjóðlegu sundmóti, Esbjerg swim cup. Lagt var á stað með flugin klukkan 6:20 í morgun og verða þau komin á áfangastað um 18:00 í kvöld, Mótið stendur yfir föstudag 10 maí til sunnudags 12 maí. í ferðinni eru 23 sundmenn sem eru öll að keppa erlendis í fyrsta skipti. Mikil gleði og spenna ríkir yfir hópnum Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 28 Apr, 2024
Sunddeild KR keppti á Lýsis móti Ármanns í Laugardalslaug helgina 27-28 apíl. Það voru miklar bætingar og flottur árangur á mótinu. Það ríkir mikil spenna í hópnum þar sem næsta verkefni er Esbjerg swim cup í Danmörk 10-12 maí, en þangað fara 23 sundmenn úr A og B hóp sunddeildarinnar
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 22 Apr, 2024
Nýtt skriðsundnámskeið í vesturbæjarlaug hefst 6 maí. Við erum alveg gífurlega ánægð með að tilkynna að hún Elín Melgar Aðalheiðardóttir hefur gengið til liðs við þjálfarateymi Sunddeildar KR og mun sjá um skriðsundnámskeiðin fyrir okkur Námskeið hefst 6 maí Mánudaga 20:00 – 20:40 Miðvikudaga 20:00 – 20:40 Skráning á: https://www.abler.io/.../product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjM5MjQ= ? Námskeið sem henta bæði þeim sem þurfa kennslu frá grunni og fyrir þá sem vilja bara fá betri leiðbeiningar til að ná betri tökum á skriðsundinu Námskeiðið er 8 skipti og er kennt tvisvar í viku. Kennari er Elín Melgar Aðalheiðardóttir Elín er með B.Ed í Heilsueflingu og heimilisfræði MT í Menntunarfræði leikskóla Þjálfaramenntun ÍSÍ 1. stig 5 ára reynsla af sundþjálfun- og kennslu Landsliðskona í kraftlyftingum Ásamt því að vera fyrrum sundkona úr röðum KR Ath aðgangur að lauginni er ekki innifalinn í verðinu og við mælum með að iðkenndur komi með sínar eigin froskalappir Núna er tíminn til að læra skriðsund til að geta synt í sólinni í sumar
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 15 Apr, 2024
12 – 14 apríl var Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug haldið í laugardalnum. Þar var Sunddeild KR með 3 keppendur, það voru þau: Aldís ögmundsdóttir Jón Haukur Þórsson Timotei Roland Randhawa Þau voru öll að keppa á Íslandsmeistara móti í fyrsta skipti og gekk mjög vel á mótinu
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 08 Apr, 2024
Skráning er hafinn á frábæru Sumarnámskeið Sunddeildar KR Námskeiðin hefjast 10 Júní Skráning á sportabler : https://www.sportabler.com/shop/kr/sund 1. Námskeið: 10. júní – 21. júní 2. Námskeið: 24. júní – 5. júlí 3. Námskeið: 6. ágúst - 16. ágúst Hópur 1 kl. 08.15 – 08.55 Hópur 2 kl. 09.00 – 09.40 Hópur 3 kl. 09.45 – 10.25 Hópur 4 kl. 10.30 – 11.10  Flott og skemmtileg námskeið með kennara sem hefur margra ára reynslu af sundnámskeiðum og kennslu ungra barna
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 08 Apr, 2024
KR-ingar kepptu af miklum krafti á Ásmeigin móti SH í hafnafirði dagana 23-24 mars Það var mikið fjör og bætingar hjá okkar fólki Helst ber að nefna að Timotei Roland Randhawa náði lágmarki inn á Íslandsmeistaramótið í 50m laug í 200m baksundi en mótið er haldið í Laugardalslaug 12-14 apríl næstkomandi. Benedikt Bjarni Melsted náði lágmarki inn á Sumarmót SSÍ sem er haldið í Júní og Freyja Kjartansdóttir Narby náði lágmarki inn á Aldursflokka meistaramótið í Júní Frábær árangur Áfram KR!!!
Eftir Gunnar Egill Benonýsson 18 Mar, 2024
Aðalfundur Sunddeildar KR var haldinn hátíðlega í Frostaskjóli kvöldið 18 mars. Farið var yfir árskýrslu deildarinnar og ný stjórn kjörinn. Ný formaður sunddeildar KR er Sigurbjorg Narby Helgadottir Meðstjórnendur eru þau Arnór Skúli Arnarsson, Edda Björnsdóttir , Erna Einarsdóttir og Guðmundur Hákon Hermannsson Varamenn eru Guðmundur Óskarsson, Kristján Jóhannesson og Gunnar Egill Benonýsson
Lesa meira
Share by: