TAEKWONDO

FRÉTTIR

Fréttir

Eftir Ásta Urbancic 02 May, 2024
Guðmundur Flóki Sigurjónsson, ríkjandi Íslands- og Norðurlandameistari í bardaga, tryggði sér enn einn titilinn í síðustu viku þegar hann sigraði sinn flokk á Evrópumeistaramóti smáþjóða sem fram fór í Tallinn, Eistlandi. Guðmundur Flóki keppir í -68 kg unglingaflokki. Við óskum Guðmundi Flóka og þjálfurum hans innilega til hamingju með sigurinn!
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 03 Apr, 2024
Gunnar Bratli landsliðsþjálfari hefur valið KR-inginn Guðmund Flóka Sigurjónsson í A landslið Íslands í Bardaga 2024. Til hamingju Guðmundur Flóki.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 14 Mar, 2024
Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmót í bardaga í Heiðarskóla í Keflavík. Skipulag mótsins var í höndum mótanefndar TKÍ og taekwondodeildar Keflavíkur og var til fyrirmyndar. KR átti sex keppendur á mótinu sem stóðu sig allir með prýði og sýndu miklar framfarir. Guðmundur Flóki sigraði sameinaðan flokk +73 kg junior karla, Anton Tristan Lira Atlason sigraði -57 kg flokk cadet karla, Guðmundur Leó Gunnarsson sigraði -45 kg flokk cadet karla, Bjartur Guðmundsson hlaut brons í -57 kg flokki cadet karla og Prasun Tiwari Duwadi fékk brons í -57 kg flokki cadet karla. Litlu munaði að Christian Eyjólfur Mba kæmist einnig á pall, eftir flottan bardaga á mótinu. Auk þess var KR í þriðja sæti í liðakeppni mótsins. Til hamingju, allir! Á myndina vantar Christian og Prasun.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 23 Feb, 2024
Síðustu helgina í janúar fór fram Norðurlandamót í taekwondo í Laugardalshöll, samhliða Reykjavíkurleikunum. Skipulagning mótsins var í höndum Taekwondosambands Íslands og var það glæsilegt í alla staði. Alls voru 233 keppendur frá öllum Norðurlöndunum skráðir til leiks, þar af 67 frá Íslandi, og sitja sumir hverjir hátt á heimslistanum. Keppt var í bardaga og formum. Sameinuðust íslenskir keppendur í einu Íslandsliði og stóð það uppi sem bardagalið mótsins. Finnar voru með lið mótsins í formum. KR átti fimm keppendur á mótinu og fengu þrjú þeirra gull í sínum flokki í bardaga og urðu þar með fyrstu Norðurlandameistarar taekwondodeildar félagsins. Guðmundur Flóki Sigurjónsson sigraði -68 kg junior flokk karla, Anton Tristan Lira Atlason sigraði -53 kg cadet flokk karla, og Bryndís Eir Sigurjónsdóttir sigraði -51 kg cadet flokk kvenna. Auk þess komust Bryndís Eir og Bjartur Aðalsteinsson á pall í formum. Alls urðu 10 Íslendingar Norðurlandameistarar á mótinu. Þetta er glæsilegur árangur hjá okkar keppnisfólki í KR. Auk þess erum við stolt að hafa átt tvo fulltrúa í alþjóðlegu dómaraliði í formum, þau Karl Jóhann Garðarson yfirþjálfara deildarinnar og Álfdísi Freyju Hansdóttur poomsae-þjálfara. Til hamingju Guðmundur Flók Sigurjónsson, Anton Tristan Lira Atlason og Bryndís Eir Sigurjónsdóttir með titlana - þið eruð félaginu til sóma!
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 02 Jan, 2024
Kæru KR-ingar. Í upphafi nýs árs langar mig til þess að þakka fyrir allt það ómetanlega starf sem sjálfboðaliðar félagsins hafa unnið. Við vitum að starfsemi félagsins byggir ekki síst á velvild og þeim samtakamætti sem finna má innan KR fjölskyldunnar. Markmið KR fyrir komandi ár eru sem fyrr skýr, að gera KR að því stórveldi sem það er og hefur verið. Slíkt verkefni er langhlaup. Það vita fáir betur en KR-ingar. En ég heiti því gera það sem í mínu valdi stendur til þess að það takist. Á þessu ári á KR 125 ára afmæli og á því ári munum við taka fyrstu skóflustunguna að nýju húsi. Því miður hefur KR setið eftir, eitt Reykjavíkurfélaganna, þegar kemur að aðstöðumálum, en nú er það forgangsmál að lyfta grettistaki í þeim málum, jafnt sem í viðhaldi og nýframkvæmdum. Með sameiginlegu átaki tekst okkur allt, við höldum kát og full bjartsýni inn í nýtt ár.  Gleðilegt ár kæru KR-ingar og takk fyrir árið sem var að enda. Þórhildur Garðarsdóttir Formaður KR
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 22 Nov, 2023
Þann 28. nóvember nk. eru 50 ár frá stofnun KR Kvenna. Af því tilefni verður opið hús í Félagsheimili KR milli kl. 20-22 þann sama dag. Léttar veitingar í boði, söngur og samvera. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 11 Nov, 2023
KR býður öllum iðkendum Grindavíkur endurgjaldslaust á æfingar hjá öllum deildum félagsins. Æfingatöflur má finna á heimasíðu KR undir hverri deild fyrir sig. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum á þessum óvissutímum. Við sendum ykkur öllum okkar bestu strauma og baráttukveðjur.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 26 Oct, 2023
Á fundi sameiginlegrar byggningarnefndar KR og Reykjavíkurborgar síðastliðinn þriðjudag var tekið stórt skref í uppbyggingu fjölnota íþróttahús á KR svæðinu. Borgin hefur nú samþykkt að hefja forval þar sem kallað er eftir aðkomu verktaka að framkvæmdum við húsið. Forvalið fer fram í nóvember og að því loknu fá 4-5 verktakar afhent útboðsgögn er grundvallar tilboð þeirra í verkið. Mun þá byggingarnefnd yfirfara tilboð og að óbreyttu taka hagstæðasta tilboði.  Verkið verður eins og áður hefur komið fram unnið í svokölluðu alútboði þar sem lokahönnun og framkvæmd er á hendi sama aðila. Hér er um stórt skref að ræða og ljóst að það styttist í að framkvæmdir hefjist á svæðinu.
Lesa meira
Share by: