Beltakröfur

Beltin í taekwondo segja til um reynslu, getu og kunnáttu þeirra sem þau bera. Til að fá nýtt belti þarf iðkandi að sýna framfarir og tiltekna getu og kunnáttu auk þess að hafa mætt vel og reglulega á æfingar. Athugið að til að standast beltakröfur þarf að undirbúa sig heima, æfa sig í því sem nýtt er og þjálfarar segja til um.

Hér má sjá beltakröfur barnahópana:

Nú fer fram tilraun með símat í þessum  hópum sem þýðir að engin eiginleg beltapróf eru lögð fyrir heldur meta þjálfarar færni hvers og eins jafnt og þétt yfir önnina og veita þá beltin þegar kröfunum um mætingu og færni hefur verið náð. Nauðsynlegt er að iðkendur fari vel eftir því sem þjálfarar leggja fyrir og vinni í að bæta sig á milli tíma.

Fullorðinshópur er með örlítið aðra uppsetningu og útfærslu á sínum beltakröfum enda þar lagt upp með beltapróf á þriggja mánaða fresti. Beltakröfur þeirra má sjá hér:

Þjálfarar veita allar nánari upplýsingar á æfingum.

Share this article with friends