Forsíða - fréttakubbur

ALLIR SEM EINN dagurinn er á sunnudaginn

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔26.May 2018

Allir sem einn dagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn í KR. Þá er öllum flokkum KR boðið á völlinn en milli klukkan 14-16 verður skemmtileg dagskrá þar sem grillað verður fyrir alla, fræðsla, skemmtun, leikir og svo kíkja HM landsliðsmenn í heimsókn.

Öllum er svo boðið frítt á leik KR og KA sem hefst klukkan 17:00 í Pepsi-deild karla.

Smelltu hérna til að skoða viðburðinn á Facebook.

Fjölmennum á Alvogen-völlinn og eigum góðan dag saman!

Deila þessari grein