Forsíða - fréttakubbur

Ársmiða- og gullmiðahafar í forgangi á KRÍA

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔30.August 2020
KR tekur á móti ÍA í Pepsi Max deild karla í dag (sunnudag) og hefst leikurinn klukkan 17:00 að Meistaravöllum.
Sóttvarnaryfirvöld gáfu í gær á ný heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum. Heimildin er þó háð ýmsum skilyrðum en KR mun samkvæmt henni geta hleypt inn 200 áhorfendum á leikinn gegn ÍA. Áhorfendur munu þurfa að virða 2 metra regluna á leiknum.
Plássin 200 á leikinn verða tekin frá fyrir félaga í KR-klúbbnum og handhafa gullmiða enda helstu bakhjarlar félagsins. Þó liggur fyrir að færri munu komast að en vilja. Verður sá háttur hafður á að miðar á leikinn verða afhentir KR-klúbbsmeðlimum og gullmiðahöfum frá klukkan 14 í dag í KR-heimilinu. Fyrstir koma, fyrstir fá. Hver einstaklingur getur sótt að hámarki einn miða og verður ekki hægt að taka þá frá með símtali/tölvupósti eða öðru slíku.
Við vonum að KR-ingar sýni stöðu félagsins skilning. Það eru þung spor að þurfa að takmarka aðgang ársmiðahafa á völlinn.
Viðbúið er að röð geti myndast í KR-heimilinu klukkan 14 í dag og eru þeir KR-ingar sem vitja miða beðnir um að framfylgja 2 metra reglunni í röðinni líka.
Félagsheimilið verður opið KR-ingum fyrir leik en þar mega 100 manns koma saman. Hamborgarar og drykkir verða til sölu eins og hefð er fyrir á heimaleikjum KR.
KR-liðið hefur verið í brekku upp á síðkastið en liðið er staðráðið í að snúa genginu við og hefja sigurgöngu á ný á morgun.
Deila þessari grein