Forsíða - fréttakubbur

Fjölbreytt körfuboltanámskeið í sumar

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔26.May 2018

Körfuboltaskóli KR verður í fullu fjöri í ágúst og hefst strax eftir verslunamannahelgi eða þriðjudaginn 7. ágúst og stendur yfir alla virka daga til föstudagsins 17. ágúst. Þjálfarar verða Benedikt Guðmundsson og Kristófer Acox.

 

6-10 ára (2012-2008) stelpur og strákar

13.00-14.30

Lögð er áhersla á að allir skemmti sér í leikjum og keppnum ásamt skemmtilegum æfingum.

 

11-13 ára (2007, 2006 og 2005) stelpur og strákar

14.30-16.00

Blanda af skemmtilegum leikjum og keppnum ásamt krefjandi æfingum.

 

14-16 ára (2004, 2003 og 2002) Stelpur og strákar

16.00-17.30

Um er að ræða krefjandi einstaklingsæfingar þar sem mesta áherslan er á sem mestar framfarir á námskeiðinu. Inn á milli verða æfingarnar brotnar upp með leikjum og skemmtilegum keppnum.

 

Verð: 11.000-

Deila þessari grein