Forsíða - fréttakubbur

Fjölbreytt körfuboltanámskeið í sumar

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔26.May 2018

Körfuknattleiksdeild KR verður með fjölbreytt körfuknattleiksnámskeið í sumar. Það borgar sig að skrá börnin strax á námskeið sem hentar þeirra aldri.

Nánari upplýsingar má finna hér að neðan. 

Körfuboltaskóli 6-10 ára í júní
Eftir hádegi kl 13.00-16.00

11. júní-22. júní.

Gæsla frá 16-17.

Verð 11.000 kr. (Systkinaafsláttur 25%)

Skráning fer fram í gegnum Nóra www.kr.felog.is

Sumarnámskeið fyrir hressa krakka sem hafa áhuga á körfubolta. Farið er í helstu þætti körfuboltans en þó með áherslu á leiki og gleði. Mikið spilað. Góðir gestir munu kíkja í heimsókn en þjálfun í skólanum er í höndum starfsmanna körfuknattleiksdeildar KR.

 

Körfuboltaskóli 6-10 ára í ágúst

Allan daginn kl 9.00-16.00

7.-17. ágúst.

Gæsla frá 8-9 og 16-17.

Verð 17.000 kr. (Gæsla 1.000 kr. Systkinaafsláttur 25%)

Skráning fer fram í gegnum Nóra www.kr.felog.is

Heilsdags-sumarnámskeið fyrir hressa krakka sem hafa áhuga á körfubolta og hreyfingu. Fyrir hádegi er meiri áhersla lögð á körfubolta en eftir hádegi er starfið brotið upp og ýmislegt skemmtilegt gert. Góðir gestir kíkja í heimsókn en starfsmenn körfuknattleiksdeildar KR sjá um þjálfun.

 

Sumaræfingar 11-14 ára

Á morgnana í júní kl 8:30-10:15.

11.-15.júní 18.-22. júní 25-29. júní.

Verð 6000 kr. vikan. 15.000 kr. fyrir allar þrjár vikurnar.

Skráning fer fram í gegnum Nóra www.kr.felog.is

Körfuboltaæfingar fyrir stráka og stelpur sem hafa metnað til að bæta sig í íþróttinni. Um er að ræða einstaklingsmiðaðar æfingar með því að leiðarljósi að bæta sig í grunnþáttum leiksins. Í lok hverrar æfingar er svo spilað mikið. Þjálfun á æfingunum er í höndum starfsmanna körfuknattleiksdeildar KR.

 

Sumaræfingar 14-17 ára

Á morgna í júní kl 10:15-12:00.

11.-15.júní 18.-22. júní og 25.-29.júní.

Verð 6000 kr. vikan. 15.000 kr. fyrir allar þrjár vikurnar.

Skráning fer fram í gegnum Nóra www.kr.felog.is

Körfuboltaæfingar fyrir stráka og stelpur sem hafa metnað til að bæta sig í íþróttinni. Um er að ræða einstaklingsmiðaðar æfingar með því að leiðarljósi að bæta sig í grunnþáttum leiksins. Í lok hverrar æfingar er svo spilað mikið. Þjálfun á æfingunum er í höndum starfsmanna körfuknattleiksdeildar KR.

 

Körfuboltaskóli og sumaræfingar eru undir stjórn Benedikts Guðmundssonar meistaraflokksþjálfari

Deila þessari grein