Uncategorized

Munið reglunámskeiðið í kvöld kl. 20:00

📁 Uncategorized 🕔15.November 2017

dómaranámskeið myndAnnað árið í röð höldum við hraðnámskeið í körfuboltareglunum fyrir foreldra og forráðamenn.
Námskeiðið nýtist þeim best sem lítið þekkja til körfubolta eða eiga börn sem eru að byrja en allir körfuboltaforeldrar ættu samt að hafa gagn og gaman af.

Leiðbeinandi verður Jón Páll Jónsson sem er reyndur körfuboltadómari en auk hans verða þeir þjálfarar sem komast á svæðinu til skrafs og ráðagerða.

Mætum, spyrjum, ræðum, lærum og njótum þess enn betur að horfa á körfubolta.

Staður: Félagsheimili KR
Stund:  Miðvikudagurinn 15. nóvember kl. 20:00 – 21:00
Annað: Boðið verður upp á kaffi og kruðerí

Smelltu hér til að skrá þig í facebook hóp allra foreldra í körfunni í KR

Þessa síðu á að nota sem vettvang fyrir þær upplýsingar sem varða alla körfuboltaforeldra og tenging við þjálfara og fbhópa allra flokka.

Með KR-körfuboltakveðju,

Stjórn Barna- og unglingaráðs

Deila þessari grein