Forsíða - fréttakubbur

Golfmót KR 2018

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔03.August 2018

Golfmót KR 2018
á Nesvellinum 1. ágúst til 23. september
Punktakeppni – hámark 36 hjá konum og 30 hjá körlum
Keppnistímabil: 1. ágúst til 23. september 2018
Þátttökugjald A) kr. 5.000 (meðlimir í NK) eða B) kr. 3.500 (ekki meðlimur í NK)
Verðlaunapartý í félagsheimili KR föstudaginn 28. september
Golfmeistarar KR 2018 krýndir
Góð verðlaun fyrir 1. – 3. sæti karla og kvenna og dregið úr skorkortum
Fyrirkomulag:
Tveir 18 holu golfhringir á Nesvellinum
Hringina skal spila á tímabilinu frá 1. ágúst til 23. september
Minnst þrír keppendur í mótinu skulu spila saman hverju sinni
Staðfestu skorkorti skal skilað í sérstakan kassa í golfskálanum strax eftir að hringur er spilaður
Hver einstaklingur má borga 2 þátttökugjöld og spila 4 hringi og gilda þá tveir bestu hringirnir
Hægt er að tilkynna þátttöku til 15. september
Keppendur sem ekki eru í NK greiða föstudagsgjald (kr. 3.500) fyrir hringinn
Hvað gerir þú til að taka þátt og spila:
1. Borgar þátttökugjaldið (5.000 eða 3.500) inn á reikning Framtíðarsjóðs KR
0137-15-381527, kt. 471210-0560 og lætur bankann senda staðfestingu á gudjon@kr.is
2. Sendir tölvupóst á gudjon@kr.is um skráninguna með nafni, kennitölu, síma og póstfangi
3. Mælir þér mót við tvo aðra keppendur og spilar 18 holur – athugið að það er nóg að mæta
á völlinn til að spila en þarf ekki að skrá sig á golf.is.
4. Allir eru velkomnir að taka þátt, KR-ingar sem aðrir
Mótið er styrktarmót Framtíðarsjóðs KR
Allur hagnaður rennur í sjóðinn og nýtist til þróunar og uppbyggingar í félaginu

Deila þessari grein