Forsíða - fréttakubbur

Golfmót KR FRESTAÐ vegna veðurs

📁 Forsíða - fréttakubbur 🕔02.August 2017

Golf á Brautarholtsvelli og leikur á Akranesi í einni ferð
Golfmót KR verður haldið á hinum frábæra Brautarholtsvelli á Kjalarnesi þriðjudaginn 8. ágúst. Ræst verður út af öllum brautum kl 12:30 og leiknar 18 holur. Mótið er punktamót, hámarkspunktar hjá körlum er 28 og 32 hjá konum. Mörg og góð verðlaun. Aðeins 48 þátttakendur þannig að það er mikilvægt að skrá sig sem allra fyrst. Skráning á golf.is. Allir verða að vera mættir fyrir kl 12.

Verðlaunaafhending að móti loknu og veitingar fyrir þá sem það vilja í glæsilegum golfskála.

Að móti og verðlaunaafhendingu lokinni fara menn að sjálfsögðu á leik ÍA og KR á Akranesi.

Mótið er styrktarmót Framtíðarsjóðs KR

Deila þessari grein