Fréttir á aðalsíðu kr.is

Gullslegið taekwondo-mót

📁 Fréttir á aðalsíðu kr.is, Taekwondo 🕔07.November 2016

Núna um helgina, 5. og 6. nóvember, fór fyrsta bikarmót Taekwondosambands Íslands fram en haldin verða þrjú slíka mót nú í vetur, eins og hefð er komin á. KR-ingar mættu, sjáu og sigruðu í mörgum flokkum á mótinu.

Á laugardeginum kepptu þau Benedikta Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Flóki Sigurjónsson og Jakob Gunnarsson í bæði formum og bardaga i minor flokki. Í form (eða poomsae) hlutanum var keppt í einstaklings, para og hópakeppni. Jakob gerði sér lítið fyrir og náði í gull í öllum þessum greinum, Benedikta í para og hópakeppni og silfur í einstaklingsflokki og Guðmundur fékk gull í hópakeppninni og brons í para-og einstaklingskeppni. Stórglæsilegur árangur hjá þeim öllum og ljóst að tækniæfingar eru að skila góðum árangri hjá krökkunum. Í bardagahlutanum fengu bæði Jakob og Guðmundur brons en Benedikta sigraði sinn flokk með yfirburðum og bætti þannig þriðja gullinu í sarpinn.

bikarmot12016hopaform

7 gullpeningar, 1 silfur og 4 brons hjá þremur keppendum er glæsilegur árangur og ljóst að þau hafa fundið fjölina sína!

Á sunnudeginum kepptu svo Ásta Olga Magnúsdóttir, Daníel Svienn Jörundsson, Jenný Una Eiríksdóttir og María Rán Guðjónsdóttir í cadet og veteran flokkum. Vegna mismunandi aldurs og beltagráðu gátu þau ekki keppt í jafnmörgum greinum og laugardagskeppendurnir en árangurinn var engu að síður góður. Daníel og Jenný fengu brons í bardaga, María fékk silfur fyrir einstaklingsform og María og Ásta fengu líka silfur í paraflokki í formum.

Það bættust því talsvert margir verðlaunapeningar í safn taekwondo í KR á þessu móti. Nú er bara að ná fjölmennara liði á næsta bikarmót því hér sannaðist rækilega að KR ingar eru vel staddir í samanburði við aðra iðkendur á landinu. Öllum keppendum er svo óhætt að hrósa fyrir að hafa gildi félagsins í hávegum: gleði, virðing og metnaður kom fram í gegnum alla framkomu þeirra og voru þau félaginu til sóma. Með þessu áframhaldi verður áfram bjart yfir taekwondo í Vesturbænum.

 

Deila þessari grein