Forsíða - fréttakubbur

Ingi Þór, Benni Gumm og Pepsi-deildin í KR-Hlaðvarpi dagsins

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔19.July 2018

Það hafa verið heilmiklar breytingar í körfunni hjá KR en Ingi Þór Steinþórsson tók við karlaliðinu eftir seinasta tímabil og margir leikmenn hafa horfið á braut. Í KR-Hlaðvarpi dagsins er rætt við Inga Þór um Domino’s-deildina sem er framundan, leikmannamál og vonir og væntingar eftir frábært gengi undanfarin ár.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfunni, segir liðið stefna hátt á komandi tímabili en KR leikur nú aftur í Domino’s-deildinni eftir að hafa unnið 1. deildina á seinasta tímabili án þess að tapa leik. Benedikt settist niður með KR-Hlaðvarpinu og ræddi um tímabilið sem er framundan og hvað þurfi að gerast til að liðið nái að festa sig í sessi í efstu deild.

Að lokum er rætt um stórleik KR og Stjörnunnar sem er á sunnudaginn sem og farið yfir sigurleiki KR gegn Fylki og frábæran sigur KR á ÍBV í Pepsi-deild kvenna.

Hægt er að nálgast KR-Hlaðvarpið á Apple Podcast, Player FM (Android) og með því að smella hérna.

Deila þessari grein