Forsíða - fréttakubbur

Íslandsmeistari krýndur

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is, Taekwondo 🕔16.October 2017

Nú um helgina fór fram Íslandsmót í poomsae á vegum Taekwondosambands Íslands. Poomsae er sú keppnisgrein taekwondo íþróttarinnar þar sem keppendur stíga fram og sýna ákveðin form, oft kallað bardagi án andstæðings. Mótið fór vel fram í húsakynnum Ármenninga og voru keppendur víðs vegar að skráðir til leiks.

Frá KR kepptu fjórir keppendur og náðu þrír á pall og þar af einn tvisvar sinnum. Fyrst ber að nefna Jakob Gunnarsson sem gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í unglingaflokki drengja lægri belta. Þá náðu Markús Ívar Halldórsson og áðurnefndur Jakob silfri í para-poomsae. Eysteinn Örn Jóhannesson keppti í unglingaflokki drengja hærri belta og hlaut þar bronsverðlaun. Allir voru þeir að keppa í fyrsta sinn á Íslandsmóti og veit þetta því á gott fyrir framtíðina hjá þessum efnilegu piltum. Að lokum keppti Aleksandra Cieslinska í lægra belta flokki kvenna en varð að láta fjórða sætið duga að þessu sinni en þetta var hennar alfyrsta mót.

Taekwondomot_okt17

Mynd tekin af Tryggva Rúnarssyni.

Deila þessari grein