Forsíða - fréttakubbur
KR-hlaðvarp á leikdegi
KR leikur í kvöld mikilvægan leik gegn Víkingi en sigur í leiknum fleytir KR í toppbaráttuna í Pepsi-deildinni. KR-hlaðvarp dagsins er því tileinkað leiknum í kvöld en rætt er við Kristján Finnbogason um leikinn sem og HM sem er víst ennþá í gangi.
Þá er tekið spjall um dagskrána framundan hjá KR en liðið leikur m.a. við Val á fimmtudaginn og því má segja að það sé stutt stórra högga á milli.
Hægt er að hlusta á KR-podcastið á Apple Podcast sem og Google Play Music en einnig má nálgast það í hlekknum hér að neðan.