Forsíða - fréttakubbur

KR-Hlaðvarpið I Evrópusæti í sjónmáli

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔06.August 2018

Í KR-Hlaðvarpi dagsins ræða þeir Hilmar Þór Norðfjörð, Ingvar Örn Ákason og Hjörvar Ólafsson um leikina framundan í fótboltanum í Pepsi-deild karla og kvenna en karlalið KR er komið í bullandi Evrópubaráttu og á mikilvægan leik framundan gegn Breiðablik.

Kvennalið KR vann góðan sigur á Þór/KA á dögunum en næsti leikur er gegn Blikum og þrátt fyrir að það sé nokkuð langt í hann þá verður liðið að byggja á sigrana gegn FH og Þór/KA til að tryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni á komandi tímabili.

KR-ingarnir Hilmar Þór Norðfjörð, Hjörvar Ólafsson og Ingvar Örn Ákason stjórna KR hlaðvarpinu.

Hægt er að nálgast KR-Hlaðvarpið á Apple Podcast, Player FM (Android) og með því að smella hérna.

Deila þessari grein