Forsíða - fréttakubbur

KR-hlaðvarpið I Óskar Örn Hauksson fer yfir málin

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔18.October 2018

Þá er KR-hlaðvarpið komið úr stuttu sumarfríi og við hefjum leik á viðtali við Óskar Örn Hauksson, fyrirliða meistaraflokks karla, en kappinn er búinn að vera innan raða félagsins í meira en áratug og er þar að auki markahæsti leikmaður KR frá upphafi.

Óskar ræðir um sumarið, framhaldið og mikilvægi þess að komast í Evrópukeppnina. Í lokin er rætt stuttlega um Domino´s-deildina sem er komin af stað en betur verður farið yfir málin þar á næstunni.

KR-Podcastið er aðgengilegt á Podcast-veitum Apple og Google Music Play en einnig má hlusta á það með því að smella hérna.

Deila þessari grein