Forsíða - fréttakubbur

KR leikur til úrslita eftir magnaðan sigur á Haukum – Leikdagar úrslita

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔14.April 2018

KR leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir magnaðan 85-79 sigur á Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. KR sýndi það frá fyrstu mínútu að það var lítill áhugi á að fara aftur í Hafnarfjörð og leika oddaleik og með góðum sóknarleik landaði liðið góðum sigri.

Marcus Walker snéri aftur til leiks með KR í kvöld en kappinn kom í morgun með flugi og náði ekki að æfa með liðinu fyrir leikinn. Það var ekki að sjá að hann hafi ekki leikið með aðalliði KR frá árinu 2011 en kappinn átti góðan leik og skoraði 6 stig.

Brynjar Þór Björnsson fór fyrir liði KR í stigaskori en hann skoraði 17 stig í leiknum. Helgi Már og Kendall Pollard skoruðu 13 stig hvor.

KR leikur við Tindastól í úrslitarimmunni og hefjast leikar á föstudaginn næsta en þá verður leikið á Sauðárkróki og hvetjum við alla KR-inga til að fjölmenna á Krókinn og sjá fyrsta leikinn í viðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Leikdagar í úrslitum:

Leikur 1 – 20. apríl kl. 19.15 Tindastóll-KR

Leikur 2 – 22. apríl kl. 19.15 KR-Tindastóll

Leikur 3 – 25. apríl kl. 19.15 Tindastóll-KR

Leikur 4 – 28. apríl kl. 19.15 KR-Tindastóll – ef þarf

Leikur 5 – 1. maí kl. 19.15 Tindastóll-KR – ef þarf

Deila þessari grein