Forsíða - fréttakubbur

Stefnumótunarfundur

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔04.March 2019

Stefnumótunarfundur

Laugardaginn 2.mars s.l. var haldinn stefnufundur í KR heimilinu, þar sem öllum deildum var boðið að senda sína fulltrúa. Þátttaka mjög góð og var tilgangurinn að skerpa á fyrri stefnumótunarvinnu félagsins. Unnið var eftir skipulagi þjóðfundarformsins sem víða hefur verið notað í vinnu sem þessari. Velt var upp ýmsum spurningum eins og „Hvernig getur KR orðið framúrskarandi í augum iðkenda, þjálfara, sjálfboðaliða og samfélagsins?“.  Stefnt er að því að kynna fyrstu niðurstöður þessarar stefnumótunarvinnu á aðlfundi félagsins 2. maí nk.

Það má segja að rauði þráðurinn hafi snúist um aðstöðuna, bæði hvað varðar íþróttaaðstöðu og félagsaðstöðu.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur KR lagt mikla vinnu í að gera tillögur að nýju skipulagi KR svæðisins í samstarfi við Reykjavíkuborg. Við KR –ingar eru búnir með okkar hluta vinnunar, fyrir allnokkru síðan og bíðum við eftir að Reykjavíkurborg ljúki sinni vinnu.

Þegar þessari vinnu er lokið mun íþróttaaðstaða KR-inga gerbreytast og félagsaðstaðan batna til mikilla muna. Það er ljóst að þessar breytingar munu styrkja rekstur og starfsemi KR til lengri tíma og þ.m.t. allra Vesturbæinga.

Hér má sjá myndir af fundinum og hugmyndum um framtíðarskipulagi KR svæðisins.

 

 

Deila þessari grein