Fréttir á aðalsíðu kr.is

Sumarnámskeið í rafíþróttum

📁 Fréttir á aðalsíðu kr.is 🕔29.May 2020

Rafíþróttadeild KR vill efla keppni í tölvuleikjum á Íslandi og stuðla að bætingu spilara með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum. Við viljum einnig styðja við virka samkeppni innanlands sem og hjálpa íslenskum spilurum að komast í fremstu raðir. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara landsins sem vilja koma saman og bæta sig.

Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara.

Skráning hefst þriðjudaginn 2.júní á kr.felog.is

 

Deila þessari grein