Taekwondo

Taekwondo hafið á vorönn

📁 Taekwondo 🕔19.January 2018

Skráning hafin í taekwondo

Taekwondo hefur verið stundað hér í Vesturbænum frá árinu 2009 og hefur vaxið og dafnað síðan. Nú er boðið upp á þrjá hópa: byrjendahóp barna, framhaldshóp barna og fullorðinshóp þar sem reyndir og óreyndir æfa saman. Taekwondo iðkun er fyrir alla og eykur gleði, styrk, jákvæðni, þol, virðingu, liðleika og þrautsegju. Hægt er að prófa í heila viku áður en iðkendur eru skráðir til að sjá hvort þetta sé þeirra íþrótt.

Skráning fer fram á kr.felog.is. Spurningum svarar yfirþjálfari, Karl Jóhann í síma 820-1699 og netfangið kaj@mh.is.

Æfingar hófust 8. janúar hjá öllum hópum.

Deila þessari grein