Forsíða - fréttakubbur

Taekwondo sparkað af stað 24. ágúst

📁 Forsíða - fréttakubbur, Fréttir á aðalsíðu kr.is, Taekwondo 🕔25.August 2015

Taekwondo hefur verið iðkað undir merki KR í fimm ár og er nú boðið upp á þrjá hópa.

Taekwondo iðkendur æfa snerpu, liðleika, styrk, efla sjálfstraust sitt, fá frábæran félagsskap og læra sjálfsvörn. Æfingar fara fram í íþróttasal Frostheima. Mánudaginn 24. ágúst hefjast æfingar barnahópa en fullorðnir fara af stað viku seinna, 31. ágúst.

Krakkar skiptast milli hópa eftir framvindu í íþróttinni, þeir sem náð hafa bláu belti eða hærra eru í framhaldshópi en aðrir eru í byrjendahópi. Æfingatímar eru:

Börn byrjendur – mánudagar og miðvikudagar kl. 17:30-18:30.Börn framhald – mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:30-19:00 Fullorðnir – mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar 20:45-22:00 Allir fá eina prufuviku fría og veittur er 10% fjölskylduafsláttur.

Deila þessari grein