Forsíða - fréttakubbur

Tilkynning

📁 Forsíða - fréttakubbur 🕔13.March 2020
Kæru foreldrar/forráðamenn
Að gefnu tilefni viljum við taka fram að allar deildir félagsins bíða nú viðbragða og upplýsinga frá Íþróttasamböndum. Hvaða áhrif samkomubannið hefur nákvæmlega á íþróttahreyfinguna er enn óljóst og ekki er vitað hvort að félögin megi halda áfram með æfingar.
Viðbrögð félagsins munu að öllu leyti taka mið af ákvörðunum þeirra sem og yfirvalda. Upplýsingar verða sendar út þegar við vitum meira. Allar æfingar halda sér fram að samkomubanninu sem tekur gildi aðfarnótt mánudags. Það er undir hverjum foreldri/forráðamanni hvort hann sendi sín börn á æfingar .
 
Aðalstjórn KR
 
Deila þessari grein