Borðtennisdeild

KR-liðin í 3. sæti í sínum riðlum í 2. deildinni í borðtennis

📁 Borðtennisdeild 🕔03.February 2019
KR-liðin í 3. sæti í sínum riðlum í 2. deildinni í borðtennis

Síðustu leikirnir í riðlakeppni 2. deildar fóru fram í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 3. febrúar. KR-liðin urðu í 3. sæti í sínum riðlum og komast ekki áfram í undanúrslit, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli fara áfram í undanúrslit.

Í undanúrslitum mætast annars vegar BH-B og BH-C og hins vegar Víkingur-B og Akur. Undanúrslitin fara fram í apríl.

KR-C lék í A-riðli og fékk 8 stig en liðið keppti við Akur um sæti í undanúrslitum í lokaumferðinni. Akur vann þann leik 3-0 og þar með varð sætið í undanúrslitum þeirra. Með liði KR-C léku í vetur Bjarni Gunnarsson, Finnur Hrafn Jónsson, Hannes Guðrúnarson og Villiam Marchiník.

Í B-riðli fékk KR-D 6 stig en liðið vann góðan sigur á ÍFR í lokaleik sínum en liðið vantaði þó fjögur stig í viðbót til að ná liðinu í 2. sæti riðilsins. Liðið í vetur skipuðu Benedikt Vilji Magnússon, Eiríkur Logi Gunnarsson, Matthías Benjamínsson, Steinar Andrason og Thor Thors.

Úrslit úr leikjum dagsins

A-riðill

Víkingur C – KR C 3-1
KR C – Akur A 0-3

B-riðill

KR D – ÍFR 3-1

Á forsíðumyndinni má sjá hið unga og efnilega lið KR-D.

Deila þessari grein