Borðtennisdeild

Aldís Rún fékk brons á Reykjavíkurleikunum í borðtennis

📁 Borðtennisdeild 🕔27.January 2019
Aldís Rún fékk brons á Reykjavíkurleikunum í borðtennis

Aldís Rún Lárusdóttir fékk brons á Reykjavíkurleikunumí borðtennis, en leikið var í TBR-húsinu laugardaginn 26. janúar. Aldís tapaði 1-4 í undanúrslitum fyrir Nevenu Tasic, Víkingi, en Nevena sigraði í kvennaflokki á mótinu.

Norsk stúlka varð í 2. sæti og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi, fékk brons eins og Aldís.

Mynd af verðlaunahöfum af fésbókarsíðu Borðtennissambands Íslands.

Deila þessari grein