Borðtennisdeild

Átta ára stúlka komin í 1. flokk kvenna

📁 Borðtennisdeild 🕔08.May 2019
Átta ára stúlka komin í 1. flokk kvenna

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR fór upp í 1. flokk kvenna í fyrsta skipti, þegar styrkleikalisti Borðtennissambands Íslands fyrir 1. maí 2019 var birtur. Guðbjörg Vala er 8 ára og að líklega yngsta stúlkan frá upphafi til að vinna sig upp úr 2. flokki í 1. flokk kvenna. Guðbjörg er Íslandsmeistari í flokki táta 11 ára og yngri en hefur aðallega keppt á aldursflokkamótum. Vægi þeirra móta á styrkleikalistanum var aukið í fyrra, sem hjálpaði Guðbjörgu að ná þessum árangri.

Mynd frá aldursflokkamóti BH fyrr á árinu.

Deila þessari grein