Borðtennisdeild

B-lið KR leikur til úrslita í 1. deild kvenna í borðtennis

📁 Borðtennisdeild 🕔07.April 2019
B-lið KR leikur til úrslita í 1. deild kvenna í borðtennis

A- og B-lið KR mættust í seinni undanúrslitaleiknum í Raflandsdeild (1. deild) kvenna sunnudaginn 7. apríl. Eftir að B-liðið vann 3-1 í fyrri undanúrslitunum dugði þeim að vinna tvo leiki í seinni leiknum til að komast í úrslitin. Það tókst og leiknum var hætt í stöðunni 2-2, enda ljóst að B-liðið hefði haft betur í viðureigninni. Stúlkurnar í B-liðinu eru fæddar 2002 og 2003 og því er framtíðin svo sannanlega björt hjá deildinni.

Í viðureigninni í dag vann Aldís Rún Lárusdóttir Láru Ívarsdóttur fyrir A-liðið en Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir jafnaði fyrir B-liðið með sigri á Ársól Clöru Arnardóttur. Aldís og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir unnu svo tvíliðaleikinn gegn Láru og Þóru Þórisdóttur. Í hreinum úrslitaleik vann svo Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir Auði og tryggði B-liðinu sæti í úrslitaleiknum. Þar mæta þær deildarmeisturum Víkings. Úrslitaleikurinn fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 13. apríl kl. 12.

Í Raflandsdeild karla tapaði A-lið KR fyrir A-liði Víkings. Víkingur vann 3-1 í fyrri viðureigninni og var leik hætt í seinni viðureigninni eftir að Víkingur hafði unnið tvo leiki og þar með tryggt sér sæti í úrslitum.

Á forsíðumyndinni má sjá lið KR-B sunnudaginn 7. apríl, með Breka Þórðarsyni þjálfara. Lóa Floriansdóttir Zink lék með liðinu 6. apríl og vantar því á myndina. Liðið er allt á mynd í frétt frá 5. apríl.

Deila þessari grein