Borðtennisdeild

Berglind og Eiríkur leika með unglingalandsliðinu í Riga

📁 Borðtennisdeild 🕔07.February 2020
Berglind og Eiríkur leika með unglingalandsliðinu í Riga

Berglind Anna Magnúsdóttir og Eiríkur Logi Gunnarsson voru valin í unglingalandsliðið, sem tekur þátt í Riga City Council Cup í Riga í Lettlandi 14.-16. febrúar. Sendir verða 8 leikmenn í kadettflokki (15 ára og yngri), 4 sveinar og 4 meyjar.

Tómas Ingi Shelton unglingalandsliðsþjálfari og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, þjálfari hjá BH verða þjálfarar í ferðinni, auk þess sem einhverjir foreldrar verða með í för.

Deila þessari grein