Borðtennisdeild

Borðtennismótum frestað til hausts eða felld niður

📁 Borðtennisdeild 🕔10.May 2020
Borðtennismótum frestað til hausts eða felld niður

Íslandsmóti unglinga 2020, sem átti að fara fram 28.-29. mars í KR-heimilinu, hefur verið frestað til haustsins, og er stefnt á að það verði haldið 26.-27. september. Úrslitum í deildakeppni BTÍ hefur einnig verið frestað og fara fram 19.-20. september. Þetta er gert með þeim fyrirvara að sóttvarnarreglur leyfi að spilað verði á þessum tíma. BTÍ mun tilkynna í síðasta lagi 1. september hvort þessi mót fara fram eða ekki.

Skv. frétt á vef Borðtennissambands Íslands falla önnur mót keppnistímabilsins niður, þ.e. þau mót sem voru á mótaskrá þegar samkomubannið var sett á þann 16. mars sl.

Á forsíðunni má sjá ánægðar borðtenniskonur úr KR með afraksturinn af Íslandsmóti fullorðinna 2020.

Deila þessari grein