Borðtennisdeild

Eiríkur Logi, Gestur og Guðbjörg Vala sigruðu á aldursflokkamóti Samherja

📁 Borðtennisdeild 🕔10.March 2019
Eiríkur Logi, Gestur og Guðbjörg Vala sigruðu á aldursflokkamóti Samherja

Systkinin Eiríkur Logi, Gestur og Guðbjörg Vala Gunnarsbörn sigruðu í sínum aldursflokkum á aldursflokkamóti Umf. Samherja, sem fram fór í Hrafnagilsskóla laugardaginn 9. mars. Þau voru einu fulltrúar KR á mótinu, sem er hluti af aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands.

Gestur sigraði í flokki drengja 16-18 ára, og Eiríkur Logi í flokki sveina 14-15 ára.

Guðbjörg Vala var eini keppandinn í flokki táta 11 ára og yngri. Hún lék því við hnokkana á sama aldri og vann þrjá leiki af fjórum.

Nánar síðar.

Deila þessari grein