Borðtennisdeild

Eiríkur Logi hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ

📁 Borðtennisdeild 🕔31.July 2020
Eiríkur Logi hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ

Eiríkur Logi Gunnarsson hækkaði mest allra leikmanna á styrkleikalista Borðtennissambands Íslands keppnistímabilið 2019-2020 ef miðað er við keppnistímabilið á undan. Eiríkur bætti við sig 227 stigum á keppnistímabilinu. Aðrir KR-ingar sem bættu sig um meira en 100 stig á árinu voru Gestur Gunnarsson, bróðir Eiríks (135 stig) og Guðjón Páll Tómasson (126 stig) en þeir voru í 4. og 5. sæti af þeim körlum sem hækkuðu mest.

Berglind Anna Magnúsdóttir bætti sig mest KR kvenna, en hún hækkaði um 66 stig á milli ára og var í þriðja sæti yfir þær konur sem hækkuðu mest.

Vegna COVID-19 faraldursins féllu nokkur mót niður vorið 2019, þar á meðal Íslandsmót öldunga. Öðrum mótum var frestað til haustsins, s.s. Íslandsmóti unglinga og úrslitum í deildarkeppni BTÍ. Stig vegna þeirra koma því ekki með í þetta uppgjör og því eru færri mót að baki þessum tölum en undanfarin ár.

Samanburður yfir styrkleikastig karla og kvenna sem tóku þátt mótum 2019-2020 eru í viðhengi.

Karlar_2020_2019_samanburdur

Konur_2020_2019_samanburdur

Deila þessari grein