Borðtennisdeild

Eiríkur Logi sigraði á eins stigs móti á uppskeruhátíð deildarinnar

📁 Borðtennisdeild 🕔05.June 2020
Eiríkur Logi sigraði á eins stigs móti á uppskeruhátíð deildarinnar

Uppskeruhátíð Borðtennisdeildar KR fór fram í Íþróttahúsi Hagaskóla föstudaginn 5. júní 2020. Nýbreytni var að til gamans var keppt á eins stigs móti, þar sem hver leikur var aðeins eitt stig. Keppt var í fjórum stórum riðlum þar sem iðkendur og aðstandendur tóku þátt. Úrslit urðu þau að Eiríkur Logi Gunnarsson sigraði Guðjón Pál Tómasson í úrslitum. Í 3.-4. sæti voru Guðmundur Berg Markússon og Hrafn Óli Eiríksson.

 

Deila þessari grein