Borðtennisdeild

Ellert Kristján Georgsson leikur á EM unglinga í borðtennis

📁 Borðtennisdeild 🕔08.July 2018
Ellert Kristján Georgsson leikur á EM unglinga í borðtennis

Ellert Kristján Georgsson var valinn í drengjalandsliðið (16-18 ára) sem tekur þátt í EM unglinga í Cluj Napoca í Rúmeníu þann 15.-24. júlí. Auk Ellerts skipa liðið þeir Birgir Ívarsson, BH; Ingi Darvis Rodriquez, Víkingi og Magnús Gauti Úlfarsson, BH.

KR-ingurinn Hannes Guðrúnarson, alþjóðadómari, mun dæma á mótinu, og er þetta í fyrsta skipti sem hann dæmir sem alþjóðadómari erlendis.

Heimasíða mótsins er https://www.ettu.org/en/events/european-youth-championships/general-information/  og þar verður hægt að fylgjast með úrslitum á mótinu. Einnig hefur oft verið sýnt beint frá leikjum á mótinu á vefsíðu mótsins.

Ný mynd sett inn 24.7.

Deila þessari grein