Borðtennisdeild

Ellert og Skúli stigahæstir í karlaflokki í Grand Prix mótaröðinni

📁 Borðtennisdeild 🕔13.February 2020
Ellert og Skúli stigahæstir í karlaflokki í Grand Prix mótaröðinni

Ellert Kristján Georgsson og Skúli Gunnarsson voru efstir og jafnir í karlaflokki með 12 stig að loknum þremur mótum keppnistímabilsins í Grand Prix mótaröð BTÍ.

Átta stigahæstu leikmennirnir í karla- og kvennaflokki hafa unnið sér inn keppnisrétt á lokamóti mótaraðarinnar, sem fram fer í TBR-húsinu 22. mars.

Eiríkur Logi Gunnarsson endaði í 4.-7. sæti og kemst því líka á lokamótið. Gestur Gunnarsson varð í 12.-15. sæti.

Það tóku fáar KR konur þátt í mótaröðinni á þessu keppnistímabili og var Guðrún Gestsdóttir sú eina sem fékk stig. Hún varð í 7.-9. sæti og á góðan möguleika á að komast inn á lokamótið. Svo skemmtilega vill til að hún er mamma Skúla, Gests og Eiríks.

Lokastöðuna í mótaröðinni má sjá hér: Grand prix mótaröðin 2019-20 lokastaða

Deila þessari grein