Borðtennisdeild

Ellert sigraði á Grand Prix móti Víkings og Coca-Cola

📁 Borðtennisdeild 🕔08.February 2020
Ellert sigraði á Grand Prix móti Víkings og Coca-Cola

Ellert Kristján Georgsson sigraði á Grand Prix móti Víkings og Coca-Cola, sem fram fór í TBR-húsinu 8. febrúar. Þetta var síðasta Grand Prix mótið á mótaröðinni og Ellert verður meðal 8 keppenda á lokamótinu, sem fram fer í apríl. Ellert sigraði Pétur Martein Urbancic Tómasson úr BH 4-2 í úrslitaleik.

Eiríkur Logi Gunnarsson varð í 3.-4. sæti.

Engar konur úr KR tóku þátt í mótinu.

Mynd af verðlaunahöfum í karlaflokki frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Deila þessari grein