Borðtennisdeild

Fimm Íslandsmeistaratitlar til KR

📁 Borðtennisdeild 🕔03.March 2019
Fimm Íslandsmeistaratitlar til KR

KR-ingar unnu fimm Íslandsmeistaratitla af níu á Íslandsmótinu í borðtennis, sem fram fór um helgina í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Auk þess fékk KR flest verðlaun allra félaga. KR-ingar voru í úrslitum í átta flokkum af níu en það var einungis í meistaraflokki kvenna sem KR átti ekki leikmann í úrslitaleiknum.

Íslandsmeistarar KR voru Aldís Rún Lárusdóttir og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir í tvíliðaleik kvenna, Ársól Clara Arnardóttir í 1. flokki kvenna, Gestur Gunnarsson í 1. flokki karla og Elvar Pierre Kjartansson í 2. flokki karla. Þá unnu Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson sigur í tvenndarkeppni, eins og kom fram í frétt frá 2. mars. Aldís sigraði því tvöfalt á mótinu.

Til gamans má geta þess að Gestur er fjórði bróðirinn sem verður Íslandsmeistari í borðtennis en auk þess hefur Guðrún Gestsdóttir, móðir þeirra, orðið Íslandsmeistari í öðlingaflokki.

Verðlaunahafar:

Meistaraflokkur kvenna

1. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi

2. Ingibjörg Sigríður Árnadóttir, Víkingi

3.-4. Aldís Rún Lárusdóttir, KR

3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

Agnes er yngsti Íslandsmeistarinn í meistaraflokki kvenna frá upphafi, en hún er 12 ára. Ingibjörg tók spaðann af hillunni og lagði Aldísi 4-3 í jöfnum leik.

Meistaraflokkur karla

1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH

2. Davíð Jónsson, KR

3.-4. Birgir Ívarsson, BH

3.-4. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi

Davíð hafnaði í 2. sæti í einliðaleik í meistaraflokki karla annað árið í röð og tapaði hann fyrir Magnúsi Gauta 2-4 í spennandi úrslitaleik.

 1. flokkur kvenna

1. Ársól Clara Arnardóttir, KR

2. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

3.-4. Sól Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Þóra Þórisdóttir, KR

Ársól gerði sér lítið fyrir og sigraði ríkjandi Íslandsmeistara 3-0 í úrslitaleik.

1. flokkur karla

1. Gestur Gunnarsson, KR

2. Hlynur Sverrisson, Víkingi

3.-4. Brynjólfur Þórisson, HK

3.-4. Óskar Agnarsson, HK

Gestur var nokkuð  óvæntur sigurvegari en hann lagði þrjá af fjórum stigahæstu leikmönnum í flokknum á leið sinni að titlinum.

2. flokkur kvenna

1. Alexía Kristínardóttir Mixa, BH

2. Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR

3.-4. Lóa Floriansdóttir Zink, KR

3.-4. Sandra Dís Guðmundsdóttir, BH

Hildur Halla og Lóa voru stigahæstu keppendurnir en náðu ekki að sigra Alexíu, sem lék vel á mótinu.

2. flokkur karla

1. Elvar Pierre Kjartansson, KR

2. Adam Miroslaw Sworowski, BH

3.-4. Amid Derayat, HK

3.-4. Magnús Birgir Kristinsson, Víkingi

Elvar lék vel á mótinu og tapaði aðeins einni lotu í 2. flokki.

Tvíliðaleikur kvenna

1. Aldís Rún Lárusdóttir/Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

2. Agnes Brynjarsdóttir/Ingibjörg Sigríður Árnadóttir, Víkingi

3.-4. Berglind Anna Magnúsdóttir/Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR

3.-4. Lára Ívarsdóttir/Þóra Þórisdóttir, KR

Aldís og Auður vörðu titilinn sem þær unnu í fyrra og unnu 3-0 í úrslitaleiknum.

Tvíliðaleikur karla

1. Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson, BH

2. Davíð Jónsson/Ingólfur Sveinn Ingólfsson, KR

3.-4. Ingi Darvis Rodriguez/ Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi

3.-4. Magnús K. Magnússon/Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi

Davíð átti titil að verja en hann var í fyrra með Skúla Gunnarssyni. Davíð og Ingólfur höfnuðu í öðru sæti en Birgir og Magnús Gauti léku betur í þetta skipti.

Tvenndarleikur

1. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir, KR

2. Ellert Kristján Georgsson/Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

3.-4. Gunnar Snorri Ragnarsson/Ársól Clara Arnardóttir, KR

3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson/Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

Davíð og Aldís unnu þriðja árið í röð og fjórða skiptið í allt. Úrslitaleikurinn var spennandi og vel leikinn og lauk með 3-2 sigri Davíðs og Aldísar. Ellert og Auður komust nokkuð óvænt í úrslit en þeim var ekki raðað meðal fjögurra sterkustu paranna.

Á forsíðumyndinni má sjá verðlaunahafa KR á mynd frá Gunnari Skúlasyni. Aðrar myndir af fésbókarsíðu BTÍ nema myndin af tvíliðaleik kvenna.

Deila þessari grein