Borðtennisdeild

Fjórir KR-ingar sigruðu í sínum flokki á aldursflokkamótaröð BTÍ

📁 Borðtennisdeild, Uncategorized 🕔10.February 2020
Fjórir KR-ingar sigruðu í sínum flokki á aldursflokkamótaröð BTÍ

Sunnudaginn 9. febrúar var síðasta mót keppnistímabilsins í aldursflokkamótaröð BTÍ haldið í TBR-húsinu. Að móti loknu voru stigahæstu keppendunum í mótum tímabilsins afhent verðlaun fyrir frammistöðuna en veitt voru verðlaun fyrir fjóra flokka drengja og fjóra flokka stúlkna.

Fjórir KR-ingar sigruðu í sínum flokki á mótaröðinni, þau Eiríkur Logi Gunnarsson (sveinar 14-15 ára), Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir (tátur 11 ára og yngri), Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir (stúlkur 16-18 ára), og Tómas Hinrik Holloway (hnokkar 11 ára og yngri). Eiríkur var jafnstigahár og Kristófer Júlían Björnsson úr BH en Eiríkur keppti í drengjaflokki (16-18 ára) á fyrsta mótinu og sigraði í þeim flokki á því móti. Þau stig töldust hins vegar ekki með í sveinaflokki.

Þau Eiríkur, Guðbjörg og Kristín sigruðu einnig í sínum flokki á Víkingsmótinu en Tómas varð í 3.-4. sæti í hnokkaflokki.

Úrslit úr aldursflokkamóti Víkings 9. febrúar (flokkar þar sem KR-ingar voru í verðlaunasæti)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tátur fæddar 2009 síðar (11 ára og yngri):

1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir KR

2. Þórdís Jónsdóttir BH

3.-4. Helena Árnadóttir KR

3.-4. Weronika Grzegorszyk Garpur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hnokkar fæddir 2009 og síðar (11 ára og yngri):

1. Styrmir Sigurðsson BH

2. Elvar Stefánsson Selfoss

3.-4. Bergur Ágústsson KR

3.-4. Tómas Holloway KR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Telpur fæddar 2007-2008 (12-13 ára):

1. Lisbeth Hjartardóttir Garpur

2. Iðunn Helgadóttir KR

3. Arndís Alda Þórisdóttir KR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Piltar fæddir 2007-2008 (12-13 ára):

1. Dagur Orrason Víkingur

2. Alexander Ivanov BH

3.-4. Magnús Holloway KR

3.-4. Yaroslav Korneev HK

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sveinar fæddir 2005-2006 (14-15 ára):

1. Eiríkur Logi Gunnarsson KR

2. Kristófer Björnsson BH

3.-4. Dagur Stefánsson Víkingur

3.-4. Kormákur Friðriksson KR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stúlkur fæddar 2002-2004 (16-18 ára):

1. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR

2. Sandra Dís Guðmundsdóttir BH

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Deila þessari grein