Borðtennisdeild

Fjórir ungir KR-ingar leika á unglingamóti í Riga

📁 Borðtennisdeild 🕔12.February 2018
Fjórir ungir KR-ingar leika á unglingamóti í Riga

Fjórir ungir KR-ingar eru í ellefu leikmanna hópi úr unglingalandsliðshópnum sem taka þátt í Riga City Council’s Youth Cup in Table Tennis. Mótið er boðsmót og er haldið í Riga í Lettlandi 23.-25. febrúar 2018. Leikmennirnir keppa í kadett flokki (fædd 2003 og síðar) og minikadett flokki (fædd 2006 og síðar).

Íslendingar hafa einu sinni áður tekið þátt í þessu móti en það var í febrúar 2016 þegar KR-ingarnir Kári Ármannsson og Jóhannes Kári Yngvason fóru á mótið á eigin vegum ásamt foreldrum sínum.

Eftirtaldir leikmenn úr KR fara í ferðina:

Berglind Anna Magnúsdóttir, KR
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
Steinar Andrason, KR
Þóra Þórisdóttir, KR

Mynd frá Brynjari Ólafssyni.

 

Deila þessari grein