Borðtennisdeild

Gestur Gunnarsson hækkaði mest allra á styrkleikalistanum 2017-2018

📁 Borðtennisdeild 🕔09.August 2018
Gestur Gunnarsson hækkaði mest allra á styrkleikalistanum 2017-2018

Gestur Gunnarsson, KR, hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ frá 1. júlí 2017 til 1. júní 2018 en Gestur bætti sig um 186 stig á milli ára. Nokkrir aðrir KR-ingar voru meðal þeirra karla sem mest hækkuðu en Eiríkur Logi Gunnarsson, bróðir Gests, bætti sig um 149 stig og Ellert Kristján Georgsson um 143 stig. Voru þeir í 3. og 4. sæti þeirra karla sem mest bættu sig á síðasta keppnistímabili.

Lára Ívarsdóttir hækkaði um 120 stig á listanum, og var í 3. sæti þeirra kvenna sem mest hækkuðu á milli ára. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi, hækkaði mest allra kvenna á listanum, eða um 167 stig. Það hefur sjaldan gerst að kvenkyns borðtennisspilari bætti við sig 100 stigum á milli ára, og nú náðu þrjár konur þeim áfanga.

Á forsíðumyndinni má sjá Gest og Ellert þegar þeir æfðu hjá sænska félaginu Askim, fyrr á þessu ári.

Deila þessari grein