Borðtennisdeild

Gestur Gunnarsson sigraði í 2. flokki karla á styrkleikamóti ÍFR

📁 Borðtennisdeild 🕔10.March 2018
Gestur Gunnarsson sigraði í 2. flokki karla á styrkleikamóti ÍFR

Gestur Gunnarsson sigraði í 2. flokki karla á styrkleikamóti ÍFR í 2. flokki, sem fram fór í Íþróttahúsi ÍFR við Hátún laugardaginn 10. mars. Gestur og Guðmundur Örn Halldórsson, KR, mættust í úrslitaleiknum, þar sem Gestur hafði betur 3-1 (9-11, 11-2, 11-4, 11-7). Eiríkur Logi Gunnarsson (bróðir Gests) og Hákon Atli Bjarkarson, ÍFR, urðu í 3.-4. sæti. KR átti fimm af átta keppendum í 8 manna úrslitum en það voru auk þeirra sem að ofan eru taldir þau Benedikt Vilji Magnússon og Þuríður Þöll Bjarnadóttir, sem keppti í karlaflokki, auk 2. flokks kvenna.

Þuríður varð svo í 2. sæti í kvennaflokknum eftir 1-3 tap í hörkuleik í úrslitum gegn Harriet Cardew, BH. Leiknum lauk 1-3 (9-11, 7-11, 14-12, 12-14). Alexía Kristínardóttir Mixa, BH (vantar á myndina) og Soffía Rúna Jensdóttir, ÍFR höfnuðu í 3.-4. sæti.

Á forsíðumyndinni má sjá verðlaunahafa í karlaflokki með Garðari Steingrímssyni, formanni ÍFR, sem afhenti verðlaunin, og Kristjáni Jónassyni, þjálfara hjá ÍFR. Mynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Mynd af verðlaunahöfum í kvennaflokki fengin af vef BTÍ.

Deila þessari grein