Borðtennisdeild

Góð þátttaka í fjölskylduæfingu og hópefli 19.-20. janúar

📁 Borðtennisdeild 🕔30.January 2019
Góð þátttaka í fjölskylduæfingu og hópefli 19.-20. janúar

Helgina 19.-20. janúar var boðið upp á ýmsar óvenulegar æfingar og samveru. Laugardaginn 19. janúar var sérstök smassæfing og á eftir var pizzuveisla og spjall.

Sunnudaginn 20. janúar var svo fjölskylduæfing hjá yngri leikmönnum deildarinnar, sem voru hvattir til að taka  einn eða fleiri fjölskyldumeðlimi með sér á æfingu.
Einnig voru sett upp big table borð og leikinn tvíliðaleikur.

Myndir frá sunnudeginum frá Skúla Gunnarssyni.
Deila þessari grein