Borðtennisdeild

Guðrún Gestsdóttir sigraði á Grand Prix móti Akurs

📁 Borðtennisdeild 🕔04.December 2017
Guðrún Gestsdóttir sigraði á Grand Prix móti Akurs

Guðrún Gestsdóttir úr KR sigraði í kvennaflokki á Grand Prix móti Akurs, sem fram fór í Íþróttahúsi Glerárskóla sunnudaginn 3. desember. Mótið er hluti af Grand Prix mótaröð Borðtennissambands Íslands. Norðlenska, Samherji og 66 gráður norður styrktu mótið og gáfu vinninga.

KR átti alla verðlaunahafa í kvennaflokki. Ársól Clara Arnardóttir varð önnur og Hildur Halla Þorvaldsdóttir og Lára Ívarsdóttir fengu bronsverðlaun.

karlar

Kári Mímisson varð í 2. sæti í karlaflokki en hann tapaði 1-4 í úrslitum fyrir Sindra Þór Sigurðssyni úr Víkingi. Ellert Kristján Georgsson varð í 3.-4. sæti, en hann tapaði fyrir Kára í undanúrslitum.

b-urslit

Gunnar Skúlason varð annar í B-keppni karla og Matthías Benjamínsson þriðji en Magnús B. Kristinsson úr Akri sigraði.

Myndir koma frá Starra Heiðmarssyni.

Deila þessari grein