Borðtennisdeild

Hannes Guðrúnarson dæmir á EM unglinga

📁 Borðtennisdeild 🕔24.July 2018
Hannes Guðrúnarson dæmir á EM unglinga

KR-ingurinn Hannes Guðrúnarson, alþjóðadómari, hefur verið að dæma á EM unglinga, sem er að ljúka. Mótið fer fram í Cluj-Napoca í Rúmeníu. Hannes hefur greinilega staðið sig vel því honum hlotnaðist sá heiður að dæma undanúrslitaleik í einliðaleik í drengjaflokki.

Er þetta í fyrsta skipti sem Hannes dæmir sem alþjóðadómari erlendis og kemur því heim reynslunni ríkari. Vonandi mun sú reynsla nýtast á borðtennismótum komandi keppnistímabils.

Myndina tók Róbert Ben og er hún tekin af vef BTÍ.

Deila þessari grein