Borðtennisdeild

Heiðursviðurkenningar Borðtennisdeildar á aðalfundi KR

📁 Borðtennisdeild 🕔16.May 2019
Heiðursviðurkenningar Borðtennisdeildar á aðalfundi KR

Á aðalfundi KR þann 9. maí var haldið upp á 120 ára afmæli KR. Af því tilefni voru afhentar heiðursviðurkenningar deilda. Kristján Viðar Haraldsson (Viddi) fékk viðurkenningu borðtennisdeildarinnar fyrir 20 ára starf fyrir deildina.

Aldís Rún Lárusdóttir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Guðrún Gestsdóttir og Gunnar Skúlason voru heiðruð fyrir 10 ára starf í þágu Borðtennisdeildar KR með silfurmerki KR.

Á forsíðunni má sjá Kristján Viðar með Böðvari Guðjónssyni formanni körfuknattleiksdeildar KR á mynd frá Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni, formanni KR.

Borðtennisfólkið er lengst til vinstri á myndinni af silfurmerkishöfum félagsins hér fyrir neðan, en Aldísi vantar á myndina.

 

Deila þessari grein