Borðtennisdeild

Hópur KR-inga tekur þátt í opna flæmska borðtennismótinu

📁 Borðtennisdeild 🕔09.August 2018
Hópur KR-inga tekur þátt í opna flæmska borðtennismótinu

Rúmlega 20 KR-ingar taka þátt í opna flæmska borðtennismótinu, sem fram fer í Ostende í Belgíu 10.-14. ágúst. Þrír þjálfarar eru með í för og nokkrir foreldrar. KR hefur áður sent keppendur á þetta mót og hentar þetta mót vel okkar leikmönnum.

Leikið verður bæði í flokkum unglinga og öðlinga og í ýmsum getuflokkum í einliðaleik, tvíliðaleik og liðakeppni unglinga, þannig að keppendur munu taka þátt í nokkrum flokkum. Á laugardagskvöldinu 11. ágúst verður svo boðsmót, sk. Masters mót, þar sem átta borðtennismönnum í röð bestu leikmanna í Evrópu er boðið til leiks.

Hópurinn hefur aflað fjár til fararinnar með ýmsu móti, s.s. með veitingasölu á borðtennismótum og með þátttöku í verkefnum á vegum ÍBR. Þá styrktu KR-konur hópinn til fararinnar.

Nánari upplýsingar um mótið má sjá á slóð borðtennisklúbbsins sem heldur mótið, TTC Drive Oostende. Þar verða einnig sett inn úrslit og hægt að horfa beint á Masters mótið laugardagskvöldið 11. ágúst. Úrslit verða einnig sett inn hér þegar þau hafa verið sett á vef mótsins. Einnig verða settar inn fréttir af ferðinni á fésbókarsíðu deildarinnar.

http://ttcdriveoostende.be/tornooi/index.html

Þessir leikmenn úr KR taka þátt í mótinu: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, Ársól Clara Arnardóttir, Baldur Thor Aðalbjarnarson, Benedikt Vilji Magnússon, Berglind Anna Magnúsdóttir, Breki Þórðarson, Eiríkur Logi Gunnarsson, Ellert Kristján Georgsson, Elvar Kjartansson, Freyja Benediktsdóttir, Gestur Gunnarsson, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir (vantar á myndina), Guðrún Gestsdóttir (vantar á myndina), Hildur Halla Þorvaldsdóttir, Lára Ívarsdóttir, Lóa Floriansdóttir Zink, Matthías Benjamínsson, Pétur Gunnarsson, Ólafur Steinn Ketilbjörnsson, Skúli Gunnarsson, Thor Thors, Þóra Þórisdóttir og Þuríður Þöll Bjarnadóttir.

Agnes Brynjarsdóttir úr Víkingi og Heiðmar Sigmarsson úr Umf. Samherjum taka einnig þátt í mótinu og leika með leikmönnum úr KR í liðakeppni og tvíliðaleik.

Uppfært með nafnalista og mynd af þátttakendum 11. ágúst.

 

Deila þessari grein