Borðtennisdeild

Hópur ungra KR-inga tekur þátt í Íslandsmóti unglinga að Hrafnagili

📁 Borðtennisdeild 🕔11.April 2018
Hópur ungra KR-inga tekur þátt í Íslandsmóti unglinga að Hrafnagili

Íslandsmót unglinga í borðtennis verður haldið 14.-15. apríl í Íþróttamiðstöðinni að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og er mótið í umsjón Íþróttafélagsins Akurs, Umf. Samherja og Umf. Æskunnar.

Hópur ungra KR-inga hefur skráð sig leiks og verða keppendur KR um þrjátíu talsins. Með í för norður verða einnig foreldrar og systkini sumra leikmanna auk þjálfara. KR á keppendur í öllum flokkum og er stefnt á að koma heim með nokkra Íslandsmeistaratitla.

Á forsíðumyndinni má sjá keppendur að loknu Íslandsmóti unglinga 2017, sem haldið var á Hvolsvelli.

Deila þessari grein