Borðtennisdeild

Íslandsmótið í borðtennis fer fram 2.-3. mars

📁 Borðtennisdeild 🕔28.February 2019
Íslandsmótið í borðtennis fer fram 2.-3. mars

Íslandsmótið í borðtennis fer fram helgina 2.-3. mars og verður leikið í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi að þessu sinni. Fjölmargir KR-ingar eru skráðir til leiks og ætla sér að koma með titla í Vesturbæinn.

Laugardaginn 2. mars verður leikið til úrslita í tvenndarleik og fram að undanúrslitum í flestum öðrum flokkum. Sunnudaginn 3. mars verður svo leikið til úrslita í tvíliðaleik og sex flokkum í einliðaleik. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu og er áætlað að hún hefjist um kl. 14.30.

Nánari upplýsingar má sjá í frétt frá 18. febrúar á vef BTÍ, www.bordtennis.is og í dagatalinu hér til hliðar á síðunni.

Á forsíðumyndinni má sjá káta KR-inga að loknu Íslandsmótinu 2018.

Deila þessari grein