Borðtennisdeild

Kári Mímisson stendur sig vel í Svíþjóð

📁 Borðtennisdeild 🕔30.January 2019
Kári Mímisson stendur sig vel í Svíþjóð

Kári Mímisson, leikmaður úr KR, er við störf í Svíþjóð og leikur með liðinu Linné/Partille C1 í 3. deild VSSÖ. Liðið er efst í deildinni með 14 stig eftir 8 leiki. Kári er í 3. sæti yfir leikmenn deildarinnar, hefur unnið 13 leiki en tapað fimm.

Gunnar Snorri Ragnarsson, leikmaður KR, leikur einnig með liðinu. Hann hefur unnið 7 leiki en tapað 10.

Hægt er að fylgjast með árangri þeirra félaga á slóðinni https://www.profixio.com/fx/serieoppsett.php?t=SBTF_SERIE_AVD10323&k=LS10323&p=1&stat=2

Deila þessari grein